
Sigríður tekur ekki við nýjum skjólstæðingum í bili.
Dr. Sigríður Björk Þormar
Sigríður sinnir meðferð fullorðinna við sálrænum vanda og sérlega afleiðingum áfalla.
Sigríður hlaut löggildingu sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ árið 1994 og vann lengst af á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans. Í kjölfarið hóf hún störf sem deildarstjóri skyndihjálpar og sálfrænnar skyndihjálpar hjá Rauða krossi Íslands og vann að stofnun áfallahjálparteymis Rauða krossins.
Árið 2000 hóf hún nám í sálfræði við HÍ en flutti til Hollands 2001 með fjölskyldu sína og hélt áfram námi í sálfræði við Leiden University. Hún kláraði undirbúningsnám í sálfræði 2002 til að fá inngöngu í Mastersnám í heilsu og klínískri sálfræði sem hún lauk árið 2004. Í kjölfarið starfaði hún sem umsjónarmaður mastersnáms í klínískri sálfræði fyrir erlenda nema og kenndi jafnframt sálfræði við sama háskóla.
Árið 2006 hóf hún doktorsnám í Áfallasálfræði (Psychotraumatology) við University of Amsterdam og geðdeild Academic Medical Center í Amsterdam undir handleiðslu Prof. Dr. Miröndu Olff. Árið 2015 hlaut hún nafnbótina Doktor í Læknavísindum.
Sigríður lauk sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við Háskóla Íslands og Oxford Center for Cognitive Behavioral Therapy árið 2017 og þjálfun í notkun EMDR meðferðarúrræðisins árið 2014.
Sigríður hefur unnið að þjálfun, kennslu og verkefnavinnu fyrir Alþjóða samband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í Genf. Einnig er hún partur af viðbragðsteymi IFRC sem bregst við á fyrstu klukkutímunum eftir hamfarir þar sem hún hefur sinnt uppsetningu og mati á sálrænum verkefnum fyrir þolendur.
Sigríður hefur unnið við mat á geðaðstoð í sumum af stærri hamförum sem við þekkjum s.s. tsunami í Indonesiu og Thailandi árið 2004, í kjölfar jarðskjálftans á Haiti árið 2010 og Ebola faraldursins í Vestur-Afríku árið 2015, ásamt mörgum öðrum minni atburðum.
Ásamt því að reka Sálfræðingana ehf. kennir Sigríður við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og við Sjúkraflutningaskólann. Sigríður hefur verið starfandi stjórnarformaður Pieta samtakanna frá 2020.
Doktorsverkefni Sigríðar fjallaði um áfallastreitu björgunarfólks eftir hamfarir og erfið útköll.
Rannsóknina má nálgast hér.
Einnig hefur Sigríður gert rannsókn fyrir Evrópusambandið á gæðum sálrænna stuðningsverkefna sem sett hafa verið upp eftir hamfarir í Evrópu og þróaði hún meðal annars mælitæki sem nota má til að meta verkefni eða undirbúa viðbragðsaðila fyrir slík verkefni.
Eftir Ebolu faraldurinn mikla í Vestur-Afríku árið 2015, Sierra Leone, Guinea og Líberíu var Sigríður einnig beðin um að gera rannsókn á andlegri heilsu starfsfólks og sjálfboðaliða sem unnið höfðu að því að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Samantekt á rannsókninni má nálgast hér.
Árið 2018 stýrði Sigríður samanburðarrannsókn frá Háskólanum í Reykjavík á líðan lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutninga og björgunarsveitamanna sem enn er verið að vinna úr.
- Juen,B., Öhler,U., Thormar,S. Posttraumatisches wachstum bei einsatzkräften. Psychotraumatologie accepted for publication (2008)
- Thormar,S.B., Gersons, B.P.R., Djakababa, N. , Juen, B., Marschang, A. & Olff, M.(2010). The mental health impact of volunteering in a disaster setting: A review. Journal of nervous and mental disease, 198 (8), 529-538.
- Thormar, S.B., Gersons, B.P.R., Juen, B, Djakababa, N., Karlsson, T. & Olff, M.(2012). Organisational factors and mental health in community volunteers: the role of exposure, preparation, training and tasks assigned and support. Anxiety, stress & Coping: An international Journal, DOI:1 (0.1080/10615806.2012.743021.
- Thormar, S.B., Gersons, B.P.R., Juen, B, Djakababa, N., Karlsson, T. & Olff, M. (2014). The impact of disaster work on community volunteers: A longitudinal study on the role of resource loss, peritraumatic distress and sleep quality on post-traumatic stress symptoms and subjective health after the Yogyakarta earthquake. Journal of Anxiety disorders, 28, 971-977.
- Thormar, S.B., Sijbrandij, E.M., Van der Schoot, A.G., Gersons, B.P.R.,. & Olff, M. (2014). Latent growth mixture model analysis of PTSD symptoms in disaster volunteers. The role of self-efficacy, social acknowledgement and tasks carried out. Journal of Traumatic Stress, 29, 1 – 9.
- Dückers, M. L. A., Thormar, S. B. (2014). Post-disaster psychosocial support and quality improvement: A conceptual framework for understanding and improving the quality of psychosocial support programs. Nursing & Health Sciences (Epub ahead of pring). DOI: 10.1111/nhs.12162
- Thormar, S. B., Olff, M., Duckers, L. A. (2016). Elements of effective psychosocial programming post-disaster: analysis of European data from major events post – 2000. (In press).
- Dückers, M.L.A., Thormar, S.B., Juen, B., Ajdukovic, D., Newlove-Eriksson, L. & Olff, M. (2018). Measuring and modelling the quality of 40 post-disaster mental health and psychosocial support programmes. PLoS ONE 13(2): e0193285.