Sálfræðingarnir

Gunnar Páll Leifsson

Sálfræðingur

Gunnar Páll Leifsson

Gunnar sinnir meðferð og ráðgjöf til fullorðinna jafnt sem barna- og unglinga sem glíma við ýmis konar þunglyndis- og kvíðatengdan vanda.

Gunnar lauk grunnnámi B.A. í sálfræði árið 2003 við sálfræðideild H.Í. Árið 2007 fékk hann löggildingu sem sálfræðingur eftir að hafa klárað framhaldsnám við Árósarháskóla í Danmörku. Fyrstu tíu ár starfævinnar voru aðallaga á sviði barna- og unglinga. Fyrst sem skólasálfræðingur hjá Reykjavíkurborg á þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Þar sinnti hann greiningar- og ráðgjafarvinnu til fjölskyldna, skóla og leikskóla i hverfinu, ásamt því að halda reglulega uppeldisnámskeið.

Árið 2013 var fókus settur á meðferðartengda vinnu með þeim aldurshópi og starfaði Gunnar á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Fyrir utan greiningarvinnu, var þar veitt einstaklings- og hópameðferð við kvíða og þunglyndi út frá gagnreyndum aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Einnig var hann í DAM teymi BUGL sem sérhæfir sig í vinnu með unglingum sem eru með sjálfsskaðandi hegðun og tilfinningalegan óstöguleika. Gunnar var í teymi BUGL um kynáttunarvanda barna- og unglinga og sinnti greiningum og ráðgjöf vegna þess.

Frá 2009-2014 kenndi hann þroskasálfræði fyrir MÍMI símenntunstofnun, ásamt námskeiðum um hegðunarmótun barna fyrir tilvonandi leikskólaliða.

Frá 2017 til 2021 var hann starfandi á fullorðinssviði LSH á geðendurhæfingardeild á Kleppi. Þar var unnið í þverfaglegu teymi til að komast til móts við langvarandi og alvarlegan vanda inniliggjandi sjúklinga. Aðaláherslan þar er meðferðarvinna.

Síðan 2014 hefur Gunnar verið samhliða annari vinnu með sjálfstæðan rekstur og er í samvinnu við Starfsendurhæfingarsjóð VIRK. Hann er einnig með samning við Sjúkratryggingar Íslands sem veitir rétt á niðurgreiðslu á sálfræðiviðtölum fyrir börn og unglinga, berist tilvísun þess efnis frá sérhæfðum stofnunum (BUGL, GRR, ÞHS ofl).

Símenntun hefur ávallt skapað mikilvægan sess og verið sinnt eftir fremsta megni með því að fara námskeið, vinnustofur og ráðstefnur tengdu starfinu.

Sendu Gunnari skilaboð

Þú getur haft samband beint við Gunnar í gegnum fyrirspurnarformið. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.

Scroll to Top