Reynar Kári Bjarnason
Reynar sinnir greiningu og meðferð unglinga og fullorðinna.
Reynar Kári hefur starfað sem sálfræðingur síðan árið 2012. Hann útskrifaðist með B.S.- próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og Cand.psych gráðu frá sama skóla árið 2012.
Á árunum 2012 til 2020 vann Reynar sem sálfræðingur og meðeigandi hjá sálfræðistofunni Líf og sál. Helstu verkefni á þeim tíma voru á sviði klínískrar sálfræði og vinnusálfræði. Samhliða því starfi vann Reynar í verkefninu Heimilisfriður, sem er sérhæft úrræði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Frá 2020 hefur Reynar unnið sjálfstætt með stofurekstur.
Hann vinnur helst með vandamál fullorðinna. Sem dæmi má nefna almenn vanlíðan, streita/kulnun, áföll, depurð/þunglyndi, kvíði, sjálfstyrking, meðvirkni, ásamt samskiptaerfiðleikum og einelti á vinnustöðum. Hann hefur mikla reynslu af því að vinna með félagsfælni, ofsakvíða og áráttu og þráhyggju. Einnig hefur hann mikinn áhuga og reynslu af því að vinna með fíkn, þá sérstaklega áfengis- og vímuefnavanda. Reynar hefur haldið fjölda fyrirlestra um vinnusálfræðileg mál. Má þar nefna streitu/kulnun, breytingar, samskipti, einelti og góðan liðsanda.
Tengsl persónuleika og AA-fundasóknar við bata eftir áfengis- og vímuefnameðferð.
Hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun: Að fjarlægja uppáþrengjandi hugsanir
Replacing intrusive thoughts: investigating thought control in relation to OCD symptoms
Er verið að leggja mig í einelti í vinnunni?
Áfengis- og vímuefnafíkn er ekki skortur á viljastyrk
Sendu Reynari skilaboð
Þú getur haft samband beint við Reynar í gegnum fyrirspurnarformið. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.