Sálfræðingarnir

Kristján Helgi Hjartarson

Sálfræðingur

Kristján Helgi Hjartarson

Kristján sinnir greiningu og meðferð unglinga og fullorðinna.

Kristján sérhæfir sig í meðferð þunglyndis og kvíða. Kristján vinnur jafnframt með sálræn áföll og sorg, reiðistjórnun, streituvanda, lágt sjálfsmat og heilsukvíða svo dæmi séu nefnd

Kristján beitir einkum hugrænni atferlismeðferð en beitir einnig núvitund ásamt öðrum sannprófuðum meðferðum – allt eftir þörfum hvers og eins.

Kristján vinnur að doktorsgráðu í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og kemur að kennslu við sálfræðideild háskólans. Í doktorsnámi sínu rannsakar hann áhættuþætti fyrir þróun og bakslag þunglyndis og hvernig sálræn meðferð dregur áhættu á þunglyndi.

Í meðferð leggur Kristján kapp á að koma til móts við þarfir skjólstæðinga og mæta þeim þar sem þeir eru staddir. Jafnframt að bera kennsl á og rækta styrkleika þeirra.

Kristján útskrifaðist með Cand.Psych. gráðu frá Háskóla Íslands þar sem hann hlaut starfsþjálfun á Laugarásnum – meðferðardeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Þar sinnti hann greiningum, einstaklingsviðtölum og hópmeðferð. Kristján starfaði áður til margra ára sem ráðgjafi á réttar- og öryggisgeðdeild á Kleppi. Í dag starfar hann jafnframt við Sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands þar sem hann veitir meðferð við fjölþættum vanda.

Texti kemur hér.

Sendu Kristjáni skilaboð

Þú getur haft samband beint við Kristján í gegnum fyrirspurnarformið. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.

Scroll to Top