Vinnustaðir
Sálfræðingarnir bjóða upp á víðtæka þjónustu á sviði fyrirtækja- og vinnusálfræði
Þjónusta í þágu vinnustaða
Sálfræðingarnir ehf. taka að sér að þjónusta fyrirtæki með ýmisskonar mál sem bæði lúta að samskiptum, einelti og áreitni eða sálrænum stuðningi í kjölfar erfiðra atburða. Einnig tökum við að okkur fræðslu og námskeið og hefur teymið margra ára reynslu á því sviði. Til að mæta þörfum hvers vinnustaðar er gerð greining á þörfum og í framhaldinu er gerður sérstakur þjónustusamningur milli aðila.
Við höfum lagt sérstaka áherslu á þjónustu við viðbragðsaðila í neyðar- og ferðaþjónustu og erum með samning við Rauða kross Íslands þar sem sálfræðingarnir okkar hljóta sérstaka vettvangsþjálfun sem meðlimir í áfallahjálparteymi þeirra.
Starfsfólk okkar hefur réttindi frá Vinnueftirliti Íslands til greiningar á erfiðleikum í vinnuumhverfi.
Þjónusta við vinnustaði snýr
fyrst og fremst að:
- Handleiðslu og ráðgjöf fyrir stjórnendur
- Handleiðslu starfsmannahópa
- Greiningu á einelti og áreitni
-
Úrlausn ágreinings og samskiptavanda
-
Vinnustaðagreiningu (áhættumat)
-
Inngripi til varnar streitu, álags og kulnunar
-
Áfallahjálp
-
Fræðslu og námskeiðum
-
Fyrirlestrum með fjarfundarbúnaði
Eftirfarandi fyrirlestrar eru ávallt aðgengilegir en einnig sérsníðum við
fyrirlestra að þörfum vinnustaða:
- Forvarnir gegn streitu og kulnun
- Þrautseigja á tímum heimsfaraldurs
- Áföll og afleiðingar þeirra – leiðir til þrautseigju
- Næring og hlutverk hennar í kjölfar álags eða áfalla
- Sterkara teymi – árangur til framtíðar
- Viðhorf til hreyfingar – tóm leiðindi eða besti tími dagsins?
- Jákvæð samskipti – hversu skemmtilegur samstarfsfélagi er ég?
Fyrirspurn um þjónustu
Við höfum samband eins fljótt og auðið er.