Sálfræðingarnir

Vinnustaðir

Sálfræðingarnir bjóða upp á víðtæka þjónustu á sviði fyrirtækja- og vinnusálfræði

Þjónusta í þágu vinnustaða

Sálfræðingarnir ehf. taka að sér að þjónusta fyrirtæki með ýmisskonar mál sem bæði lúta að samskiptum, einelti og áreitni eða sálrænum stuðningi í kjölfar erfiðra atburða. Einnig tökum við að okkur fræðslu og námskeið og hefur teymið margra ára reynslu á því sviði. Til að mæta þörfum hvers vinnustaðar er gerð greining á þörfum og í framhaldinu er gerður sérstakur þjónustusamningur milli aðila.

Við höfum lagt sérstaka áherslu á þjónustu við viðbragðsaðila í neyðar- og ferðaþjónustu og erum með samning við Rauða kross Íslands þar sem sálfræðingarnir okkar hljóta sérstaka vettvangsþjálfun sem meðlimir í áfallahjálparteymi þeirra.

Starfsfólk okkar hefur réttindi frá Vinnueftirliti Íslands til greiningar á erfiðleikum í vinnuumhverfi.

Þjónusta við vinnustaði snýr
fyrst og fremst að:

 • Handleiðslu og ráðgjöf fyrir stjórnendur
 • Handleiðslu starfsmannahópa
 • Greiningu á einelti og áreitni
 • Úrlausn ágreinings og samskiptavanda
 • Vinnustaðagreiningu (áhættumat)
 • Inngripi til varnar streitu, álags og kulnunar
 • Áfallahjálp
 • Fræðslu og námskeiðum
 • Fyrirlestrum með fjarfundarbúnaði

Eftirfarandi fyrirlestrar eru ávallt aðgengilegir en einnig sérsníðum við
fyrirlestra að þörfum vinnustaða:

 • Forvarnir gegn streitu og kulnun
 • Þrautseigja á tímum heimsfaraldurs
 • Áföll og afleiðingar þeirra – leiðir til þrautseigju
 • Næring og hlutverk hennar í kjölfar álags eða áfalla
 • Sterkara teymi – árangur til framtíðar
 • Viðhorf til hreyfingar – tóm leiðindi eða besti tími dagsins?
 • Jákvæð samskipti – hversu skemmtilegur samstarfsfélagi er ég?

Vinnustaðagreiningar

Öll viljum við vinna á heilbrigðum vinnustað. Fyrsta skref í því að skapa heilbrigt andrúmsloft getur verið að safna upplýsingum um líðan og aðstæður starfsmanna með gerð vinnustaðagreiningar. Með slíku mati fást gagnlegar upplýsingar um vinnuumhverfið sjálft og líðan starfsmanna og áhættur tengdum því s.s. vinnuálag, streitustig, stjórnunarhætti, vinnustaðamenningu, samskipti og einnig er hægt að mæla almenna starfsánægju. Með slíkri greiningu öðlast stjórnendur tækifæri til að grípa til úrbóta áður en í óefni er komið með þá sýn að leiðarljósi að heilbrigðari mannaafli nær betri árangri í starfi.

Algengustu vinnustaðagreiningarnar fara fram þegar grunur leikur á um einelti eða aðra samskiptaerfiðleika á vinnustaðnum. Þá er áhersla lögð á að spyrja sérstaklega út í samskiptin, fara vel yfir þau og ræða við vitni að atburðarrás.

Sálfræðingarnir ehf. eru með viðurkenningu frá Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar þar sem bein sérhæfing okkar er sálfélagslegir áhættuþættir í vinnuumhverfinu.

Fyrirspurn um þjónustu

Við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top