Sálfræðingarnir

SÁLFRÆÐISTOFAN

Sálfræðingarnir

Við sérhæfum okkur í áföllum og úrvinnslu þeirra. Við vinnum jafnt með ný sem og gömul áföll og þar með einnig tengslavanda. Einnig vinnum við með almennan kvíða, depurð og fíknivanda. Við vinnum í kerfi sem tryggir þjónustu innan stutts biðtíma.
Við bjóðum vinnustöðum upp á víðtæka þverfaglega þjónustu á sviði fyrirtækja- og vinnusálfræði. Við leggjum sérstaka áherslu á samskiptavanda, einelti og áreitni og tökum að okkur víðtæka fræðslu. Einnig veitum við stjórnendaráðgjöf og handleiðslu til stjórnenda. Við vinnum í kerfi sem tryggir þjónustu innan stutts biðtíma.

Einstaklingar

Við bjóðum upp á stuðningsviðtöl og meðferð fyrir einstaklinga- og pör við ýmsum sálrænum vanda eða lífserfiðleikum.
NÁNAR

Vinnustaðir

Við búum að margra ára reynslu af stuðningi við vinnustaði og bjóðum fyrirtækjum upp á þjónustusamninga.
NÁNAR

Viðbragðsaðilar

Viðbragðsaðilar í neyðarþjónustu upplifa oft áskoranir sem þeir þurfa stuðning með. Við höfum sérhæft okkur í þjónustu við þennan hóp. NÁNAR

Fyrsta viðtal

Það er eðlilegt að upplifa óöryggi í fyrsta sinn. Sálfræðingarnir okkar taka vel á móti þér og útskýra hvernig viðtölum er háttað.

Meðferðarleiðir

Yfirleitt er um að ræða samþættingu tveggja eða fleiri meðferðarleiða. Nánar

Beiðni um tíma á stofu

Þú getur sent okkur beiðni um tímabókanir á [email protected]. Einnig getur þú sent okkur skilaboð eða spurningar í gegnum fyrirspurnarformið.

Við svörum öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.

Fjarviðtöl

Við bjóðum skjólstæðingum okkar upp á fjarviðtöl í gegnum Kara Connect.
Kara býður upp á öruggan fjarfundarbúnað sem uppfyllir öll persónuverndarskilyrði. Fjarfundir í Köru eru dulkóðaðir og enginn utanaðkomandi aðili hefur aðgang. 

Aðilar sem búsettir eru á landsbyggðinni eða erlendis hafa forgang á fjarviðtöl.

Fræðsluefni

Fróðlegar greinar og fræðsluefni fyrir einstaklinga, vinnustaði og viðbragðsaðila sem vilja sækja sér ýtarefni um ákveðin mál sem tengjast sérþekkingu okkar á sviði áfallastreitu.

Sjálfsvígshugsanir

Sé um sjálfsvígshugsanir að ræða er hægt að hafa beint samband við Pieta samtökin í síma 552-2218 eða leita aðstoðar hjá Hjálparsíma Rauða Krossins 1717.

Neyðartilfelli

Sé málið alvarlegt og mikilvægt að því sé sinnt strax hvetjum við fólk til að hafa samband við bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans í síma 543-4050 eða Neyðarlínuna 112.

Um okkur

Sálfræðingarnir ehf. voru stofnaðir árið 2016 og eru þverfaglegt teymi fagaðila bæði sálfræðinga og annarra sem hefur það að markmiði að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan bæði einstaklinga og vinnustaða.

Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna sem og öðrum þáttum. Einnig hafa allir meðferðaraðilar í teyminu sérhæft sig í úrvinnslu áfalla og afleiðingum þeirra. Til að styrkja teymið höfum við valið til okkar næringarfræðing og stjórnendaþjálfa. Við veljum fólkið okkar einstaklega vel og leggjum áherslu á faglega þjónustu þar sem allir vinna út frá gagnreyndum meðferðarleiðum.

Allir meðferðaraðilar í teyminu starfa undir leyfi frá Landlækni til reksturs heilbrigðisþjónustu og í samræmi vð þær reglur sem Landlæknir leggur um slíka þjónustu.

Gunnar Páll Leifsson Sálfræðingur
Gunnar Páll
Helga Dögg Helgadottir
Helga Dögg Helgadottir
Hrafndís Tekla Pétursdóttir Sálfræðingur
Hrafndís Tekla
Huldís Franksdóttir Daly Sálfræðingur
Huldís
Kristján Helgi Hjartarson Sálfræðingur
Kristján Helgi
María Ellingsen
Reynar Kári Bjarnason Sálfræðingur
Reynar Kári
Dr. Sigridur Björk Þormar Eigandi og framkvæmdastjóri
Sigríður Björk
Styrkar Hallsson Sálfræðingur
Styrkár
IMG_9133
Elísabet Reynisdóttir
gudrun_jonsdottir
Guðrún Jónsdóttir
Kristrún Ólöf Sigurðardóttir Sálfræðingur
Kristrún Ólöf

Geðrofsraskanir eru oftar en ekki misskyldar á marga vegu í samfélaginu og það gætir jafnvel ákveðinna fordóma um einstaklinga sem glíma við þennan vanda. Mýtur um geðrof snúa oft að því að um sé að ræða einsleitan hóp af fólki sem geti aldrei náð bata eða komist á þann stað að geta notið lífsgæða eða stundað almenna virkni í samfélaginu. Geðrofsvandi getur vissulega reynst alvarlegur og flókinn, en meðferð og bati er mögulegur.

Í þessum þætti fer Styrkár Hallsson yfir helstu einkenni geðrofs, algengar mýtur, orsakir, algengi, meðferð og sérstaklega er talað um stuðning aðstandanda.

Scroll to Top