Sálfræðingarnir

Greinar

Fjölbreyttar greinar um ýmislegt sem tengist heilsu og vellíðan

Áfallastreita

Áfallastreita

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem orðið vitni að vofeiflegum atburði, lent í líkamsárás eða nauðgun, valdið slysi og fleira.

Viðkomandi getur þá fyllst hjálparleysi, ótta eða hryllingstilfinningu.

Lesa meira »
Svefn

Svefnvandi

Svefnleysi (e. insomnia) er ein röskun í flokki svefnraskana.

Svefnleysi einkennist af erfiðleikum við að sofna, halda sér sofandi og/eða að vakna mjög snemma á morgnana og geta ekki sofnað aftur. Einstaklingar með svefnleysi eru oft þreyttir og orkulausir á daginn, einnig fylgir oft erfiðleikar með einbeitingu og athygli, jafnvel í svo miklu mæli að það fer að hafa áhrif á vinnu og önnur svið lífsins.

Lesa meira »
HAM

Er hægt að læra sjálfsstjórn?

Sjálfstjórn er persónueiginleiki sem venjulega er talinn eftirsóknaverður. Sá sem býr yfir góðri sjálfstjórn getur staldrað við og hamlað viðbrögðum – sem leiðir til betri niðurstöðu. Einstaklingur með góða sjálfstjórn hefur góða nærveru, bregst á viðeigandi hátt við vanda og óþægindum og hefur góða tilfinningastjórn.
Skortur á sjálfstjórn getur skert lífsgæði einstaklingsins og haft áhrif á sjálfsmyndina til hins verra. Skortur á sjálfstjórn getur valdið sambandsvanda, vanda í samskiptum við fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga. Skortur á sjálfstjórn getur líka haft slæm áhrif á heilsuna, s.s. blóðþrýsing, svefn, meltingu og hjartastarfsemi.

Lesa meira »
Svefn

Hugræn atferlismeðferð í stað svefnlyfja

Svefn er ein undirstaða góðrar geðheilsu. Skert gæði svefns geta aukið streitu og kvíða, skert minni og minnkað einbeitingu.

Talið er að um 10-25% einstaklinga eða allt upp í 83.000 manns á Íslandi glími við svefnröskun og gefur notkun svefnlyfja á Íslandi til kynna að vandinn hér á landi sé mikill.

Svefnlyf geta verið góð tímabundin lausn á svefnvanda en þeim geta einnig fylgt ýmsir ókostir. Þau geta verið ávanabindandi auk þess sem virkni þeirra minnkar yfir lengri tíma.

Lesa meira »
Þunglyndi

Skammdegið angrar marga

Kristján Helgi Hjartarson, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum, sérhæfir sig í meðferð þunglyndis og kvíðaraskana. Kristján hefur nokkur góð ráð til að vinna gegn einkennum skammdegisþunglyndis og bendir á að það séu meðferðarleiðir í boði fyrir þá sem góðu ráðin duga ekki fyrir.

„Á þessum árstíma er mjög algengt að fólk finni fyrir vægum breytingum í líkamsstarfsemi, hegðun og líðan,“ segir Kristján. „Margir kvarta yfir auknu athafnaleysi, meiri löngun í kolvetnisríka fæðu, þörf fyrir meiri svefn til að hvílast almennilega og fleiru.

Lesa meira »
Áfallastreita

Hitalaus, en með áfallastreituröskun

Við könnumst öll við það að fara ekki skóla, vinnu eða á atburði þegar við erum með hita. Sum veikindi bera þó ekki svona auðmælanleg einkenni. Alvarlegir atburðir eða upplifanir geta til dæmis gert okkur veik. Það er eðlilegt að alvarlegir atburðir hreyfi við okkur og það taki einhvern tíma að jafna sig. Sterk tilfinningaviðbrögð koma gjarnan eftir alvarlega atburði en þau einkenni eiga smám saman að minnka. Þótt flestir jafni sig fljótt eftir alvarlega atburði, er alltaf einhver hópur fólks, mismunandi eftir atburðum, sem þróar með sér áfallastreitueinkenni eða röskun.

Lesa meira »
Scroll to Top