Sálfræðingarnir

Hafa samband

Við tökum vel á móti þér

Við erum hér fyrir þig

Ástæður þess að fólk leitar til meðferðaraðila eru margar. Viðtal er góður vettvangur til að vinna úr persónulegum vanda með reyndu fagfólki.

Beiðni um tíma á stofu

Þú getur sent okkur beiðni um tíma á stofu á sal@salfraedingarnir.is eða í gegnum fyrirspurnarformið. Við svörum öllum fyrirspurnum innan 24 tíma. 

Við hvetjum fólk til að lýsa vanda sínum lauslega svo líklegra sé að réttur sérfræðingur sé fenginn í málið. Við lítum á öll gögn sem okkur berast sem trúnaðarupplýsingar og meðhöndlum þau eftir því. 

Neyðartilfelli

Sé málið alvarlegt og mikilvægt að því sé sinnt strax hvetjum við fólk til að hafa samband við bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans í síma 543-4050 eða Neyðarlínuna 112.

Sjálfsvígshugsanir

Sé um sjálfsvígshugsanir að ræða er líka hægt að hafa beint samband við Pieta símann 551-2218 eða Hjálparsíma Rauða Krossins 1717.​

Um okkur

Sálfræðingarnir ehf. voru stofnaðir árið 2016 og eru þverfaglegt teymi fagaðila sem hefur það að markmiði að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan bæði einstaklinga og vinnustaða.

Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna. Einnig hafa allir í teyminu sérhæft sig í úrvinnslu áfalla og afleiðingum þeirra. Við veljum fagfólk okkar einstaklega vel og leggjum áherslu á faglega þjónustu. Allir þeir sem hjá okkur starfa vinna út frá gagnreyndum meðferðarleiðum. 

Allir í teyminu starfa undir leyfi frá Landlækni til reksturs heilbrigðisþjónustu og í samræmi vð þær reglur sem Landlæknir leggur um slíka þjónustu.

Gunnar Páll
Hrafndís Tekla
Huldís
Kristján Helgi
Kristrún Ólöf
Sigríður Björk
Þórunn
Scroll to Top