Sálfræðingarnir

Skilmálar viðtala

Um skilmála, afbókanir, niðurgreiðslu og trúnað

Skilmálar viðtala

Viðtalið
Viðtalsgjaldið er 21.000 kr. og er fjöldi viðtala breytilegur eftir eðli vanda. Hver tími er að jafnaði 50 mínútur og í sumum tilfellum getur dregist um einhverjar mínútur að tíminn hefjist á áætluðum tíma en það mun ekki hafa áhrif á lengd tímans. Einstaklingurinn ber ábyrgð á virkri þátttöku sinni til að auka líkur á árangri meðferðar. 

Afbókanir
Einstaklingur er ábyrg(ur) fyrir að muna að mæta í viðtalstímann sinn. Send er áminning um viðtal með SMS skilaboðum daginn fyrir viðtalið.

Forföll skal vinsamlega tilkynna með minnst 4 tíma fyrirvara. Ef um minna en 4 tíma fyrirvara er að ræða, þá ertu ábyrg(ur) fyrir greiðslu á viðtalinu.

Ef þú hefur fengið samþykki t.d. Félagsþjónustunnar, Sjúkratrygginga Íslands eða VIRK fyrir greiðslu á viðtölum, þá greiða þessar stofnanir einungis fyrir viðtöl sem mætt er í og þar af leiðandi ert þú ábyrg(ur) fyrir fullri greiðslu á viðtali sem þú afboðar ekki með tilsettum fyrirvara. 

Niðurgreiðsla
Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaðinum og ef þú kýst þá getur þú framvísað kvittuninni hjá þínu stéttarfélagi og sótt um endurgreiðslu. Einnig taka margir vinnustaðir þátt í niðurgreiðslu viðtala. Við hvetjum þig til að athuga stöðuna á þínum vinnustað ef réttindi þín hjá stéttarfélaginu er uppurin. Vinnuveitendur hafa sífellt aukinn skilning á mikilvægi andlegrar heilsu á starfsgetu og starfsanda.

Trúnaður
Samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og réttindi sjúklinga, þá erum við bundin trúnaði varðandi þær upplýsingar sem þú veitir þeim sem skjólstæðingur. Við getum ekki veitt öðrum aðila upplýsingar um þig, nema með skriflegu leyfi þínu. Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði eru þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, þá ber að tilkynna það til yfirvalda.

Einnig er það tilkynningaskilt þegar grunur leikur á að þú eða annar aðili sé líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða.

Frekari upplýsingar um lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 er að finna á þessari vefslóð:  http://www.althingi.is/

Kvartanir vegna þjónustu heilbrigðisstarfsmanna berast til Landlæknisembættis. Frekari upplýsingar um ferlið finnast á þessari vefslóð:  http://www.landlaeknir.is/

Scroll to Top