Helga Dögg Helgadóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Helga býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna þar sem lögð er áhersla á kortlagningu á vanda og einstaklingsmeðferð. Hún tekur einkum að sér mál sem snúa að kvíða af ýmsu tagi, depurð, þunglyndi og sjálfsmatsvanda.

Áhersla er lögð á sannreyndar aðferðir í meðferð og í grunninn er unnið með hugræna atferlismeðferð en einnig er notast við núvitund og ACT (acceptance and commitment therapy) þar sem áhersla er á að auka virkni í samræmi við persónuleg gildi.

Helga lauk B.S. námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og Cand.Psych prófi frá sama skóla árið 2014. Helga hlaut starfsþjálfun á Reykjalundi á geðsviði, gigtarsviði og sviði starfsendurhæfingar, þar sem hún fékk góða reynslu af greiningu, meðferð námskeiðshaldi og þverfaglegri teymisvinnu. Auk þess sinnti hún viðtölum og meðferð í sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands.

Samhliða starfar hún sem sálfræðingur í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar og sinnir þar einstaklingsmeðferð auk þess að halda námskeið og fyrirlestra. Þar starfar hún í teymi með öðrum fagaðilum og hefur góða reynslu af vinnu með fólki í endurhæfingarferli.

Einnig hefur Helga unnið sem þjálfari keppnispara í samkvæmisdönsum í fjöldamörg ár þar sem hún hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum og komið að kennslu í unglingadeild í grunnskóla. Helga hefur því mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í íþróttum og hefur sem sálfræðingur verið að vinna með kvíða, depurð og sjálfsmatsvanda hjá íþróttafólki.

Helga rak eigin sálfræðiþjónustu hjá Sálfræðingum Höfðabakka áður en hún hóf störf hjá Sálfræðingum Lynghálsi.

Sendu Helgu skilaboð