Sálfræðingarnir

Svefn

Svefnvandi

Svefnleysi (e. insomnia) er ein röskun í flokki svefnraskana.

Svefnleysi einkennist af erfiðleikum við að sofna, halda sér sofandi og/eða að vakna mjög snemma á morgnana og geta ekki sofnað aftur. Einstaklingar með svefnleysi eru oft þreyttir og orkulausir á daginn, einnig fylgir oft erfiðleikar með einbeitingu og athygli, jafnvel í svo miklu mæli að það fer að hafa áhrif á vinnu og önnur svið lífsins.

Svefnvandi Read More »

Hugræn atferlismeðferð í stað svefnlyfja

Svefn er ein undirstaða góðrar geðheilsu. Skert gæði svefns geta aukið streitu og kvíða, skert minni og minnkað einbeitingu.

Talið er að um 10-25% einstaklinga eða allt upp í 83.000 manns á Íslandi glími við svefnröskun og gefur notkun svefnlyfja á Íslandi til kynna að vandinn hér á landi sé mikill.

Svefnlyf geta verið góð tímabundin lausn á svefnvanda en þeim geta einnig fylgt ýmsir ókostir. Þau geta verið ávanabindandi auk þess sem virkni þeirra minnkar yfir lengri tíma.

Hugræn atferlismeðferð í stað svefnlyfja Read More »

Scroll to Top