Hrafndís Tekla býður uppá sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Almenn vanlíðan og tilfinningalegur vandi, áföll, félagsleg einangrun, einelti, samskiptaerfiðleikar ofl. Fjölskyldu- og pararáðgjöf. Tekla hefur sérhæft sig í meðferð barna og ungmenna sem sýna áhættuhegðun af einhverju tagi (hegðunarerfiðleikar, sjálfsskaði, vímuefnivandi eða aðrar fíknir t.d. tölvufíkn og spilafíkn), einnig fullorðnum með tvíþættan vanda (geðrænan- og vímuvanda). Hún býður jafnframt uppá viðtöl gegnum Skype.Tekla hefur víðtæka reynslu í starfi og hefur um áraraðir unnið að forvörnum og meðferðarmálum barna og ungmenna.

Tekla er í hlutastarfi sem sálfræðingur hælisleitendateymis Reykjavíkurborgar og stundar einnig MA-nám í Trúarbragðafræðum við HÍ. Tekla lauk Diplómagráðu árið 1998 í klínískri sálfræði frá Þýskalandi við Heinrich- Heine háskólann.Tekla var sálfræðingur meðferðaheimilisins Árvellir, Götusmiðjan sem var áfengis- og fíkniefnameðferð fyrir unglinga. Frá árinu 2008- 2016 starfaði hún við fjölskylduráðgjöf Foreldrahúss hjá félagasamtökunum Vímulaus Æska þar sem hún sinnti fjölskylduráðgjöf og meðferð barna og unglinga með hegðunar- og/eða fíkniefnavanda auk annarra meðferðaúrræða, stuðningshópa og námskeiða fyrir börn, foreldra og fagfólk. Hún var einnig um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri samtakanna.

Auk þess hefur Tekla starfsreynslu á geðdeild FSA, sem sálfræðingur á grunnskóla- og leikskólastiginu og í Ljósinu með krabbameinsgreindum og aðstandendum. Við Lifekeys „heilsuráðgjöf þar sem þú ert“ sem fer fram á netinu. Hún hefur þá einnig setið í ýmsum stjórnum, nefndum og ráðgjafahópum sem tengjast velferðarmálum og forvörnum ásamt stundakennslu við Háskóla Íslands. Samhliða starfi hefur hún verið sjálfstætt starfandi á stofu og setti m.a. á laggirnar meðferðaúrræðið „Project Self Discovery“ fyrir unglinga og námskeið fyrir fagfólk um snemmtæka íhlutun í hegðunar- og vímuefnavanda unglinga.

Sendu Teklu skilaboð

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: