Engin ein orsök liggur að baki svefnleysi, en margir þættir geta aukið líkurnar á því að einstaklingur þrói með sér svefnleysi, til dæmis:
- Streita og kvíði
- Aðrar svefnraskanir
- Geðraskanir
- Líkamleg vandamál og sjúkdómar
- Lyf eða vímuefni
- Lífstílsþættir
Sýnt hefur verið fram á að langvarandi svefnleysi eykur áhættu á vöðvabólgu, þunglyndi, hjartsláttartruflunum og almennt lægri lífsgæðum. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að hægt er að takast á við svefnleysi. Svefnleysi á ekki og má ekki vera sjálfsagður hlutur eða eitthvað sem að við sættum okkur við.