Sálfræðingarnir

Svefnvandi

Svefnvandi

Hvað er svefnleysi (e. insomnia)?

Svefnleysi (e. insomnia) er ein röskun í flokki svefnraskana. Svefnleysi einkennist af erfiðleikum við að sofna, halda sér sofandi og/eða að vakna mjög snemma á morgnana og geta ekki sofnað aftur. Einstaklingar með svefnleysi eru oft þreyttir og orkulausir á daginn, einnig fylgir oft erfiðleikar með einbeitingu og athygli, jafnvel í svo miklu mæli að það fer að hafa áhrif á vinnu og önnur svið lífsins.

Rannsóknir sína að um 33% fullorðinna hafa upplifað einkenni svefnleysis, 10-15% hafa upplifað truflarnir á daginn vegna þessa. 6-10% einstaklinga uppfylla greiningarskilmerki svefnleysis sem gerir Svefnleysi að algengustu tegund svefnraskana.
Einkenni svefnleysis:

  • Erfiðleikar við að sofna á kvöldin
  • Liggja andvaka löngum stundum
  • Vakna oft upp á nóttunni
  • Vakna snemma á morgnana og geta ekki sofnað aftur
  • Vera ekki úthvíld/ur eftir svefn
  • Vera þreytt/ur og orkulaus á daginn
  • Eiga erfitt með að einbeita sér að verkefnum
  • Pirringur
Orsakir svefnleysis

Engin ein orsök liggur að baki svefnleysi, en margir þættir geta aukið líkurnar á því að einstaklingur þrói með sér svefnleysi, til dæmis:

  • Streita og kvíði
  • Aðrar svefnraskanir
  • Geðraskanir
  • Líkamleg vandamál og sjúkdómar
  • Lyf eða vímuefni
  • Lífstílsþættir

Sýnt hefur verið fram á að langvarandi svefnleysi eykur áhættu á vöðvabólgu, þunglyndi, hjartsláttartruflunum og almennt lægri lífsgæðum. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að hægt er að takast á við svefnleysi. Svefnleysi á ekki og má ekki vera sjálfsagður hlutur eða eitthvað sem að við sættum okkur við.

Meðferð

Íslensku og bresku landlæknisembættin mæla bæði með hugrænni atferlismeðferð við svefnröskunum (HAM-S) sem fyrstu meðferð við svefnleysi. Ítrekað hefur verið sýnt fram á góðan árangur í meðferð við svefnleysi með HAM-S. Þrátt fyrir það eru Íslendingar Norðurlandameistarar í notkun svefnlyfja.

HAM-S er í flestum tilvikum tiltölulega fljótvirk og árangursrík meðferð. Í meðferðinni felst meðal annars stjórn á svefnaðstæðum, endurskilyrðing svefnherbergis og rúms við svefn, svefnrútínur og svefnskerðingu.
Með réttri meðferð er hægt að komast yfir svefnleysi eða ná stjórn á svefninum í stað þess að hann stjórni þér.

Fleiri pistlar

Áfallastreita

Áfallastreita

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem orðið vitni að vofeiflegum atburði, lent í líkamsárás eða nauðgun, valdið slysi og fleira.

Viðkomandi getur þá fyllst hjálparleysi, ótta eða hryllingstilfinningu.

Svefn

Svefnvandi

Svefnleysi (e. insomnia) er ein röskun í flokki svefnraskana.

Svefnleysi einkennist af erfiðleikum við að sofna, halda sér sofandi og/eða að vakna mjög snemma á morgnana og geta ekki sofnað aftur. Einstaklingar með svefnleysi eru oft þreyttir og orkulausir á daginn, einnig fylgir oft erfiðleikar með einbeitingu og athygli, jafnvel í svo miklu mæli að það fer að hafa áhrif á vinnu og önnur svið lífsins.

Scroll to Top