Sigríður tekur ekki við nýjum skjólstæðingum í bili.
Dr. Sigríður Björk Þormar
Sigríður sinnir meðferð fullorðinna við sálrænum vanda og sérlega afleiðingum áfalla.
Sigríður hlaut löggildingu sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ árið 1994 og vann lengst af á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans. Í kjölfarið hóf hún störf hjá Rauða krossi Íslands og vann að stofnun áfallahjálparteymis Rauða krossins.
Sigríður hefur lokið BSc námi í Sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og Mastersnámi í heilsu og klínískri sálfræði frá Háskólanum í Leiden, Hollandi og hefur jafnframt kennt sálfræði við sama háskóla.
Árið 2015 lauk hún doktorsnámi í Áfallasálfræði (Psychotraumatology) við University of Amsterdam og geðdeild Academic Medical Center í Amsterdam undir handleiðslu Prof. Dr. Miröndu Olff og hlaut nafnbótina Doktor í Læknavísindum.
Sigríður lauk sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við Háskóla Íslands og Oxford Center for Cognitive Behavioral Therapy árið 2017 og þjálfun í notkun EMDR meðferðarúrræðisins árið 2014.
Sigríður hefur unnið að þjálfun, kennslu og verkefnavinnu fyrir Alþjóða samband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í Genf. Einnig er hún partur af viðbragðsteymi IFRC sem bregst við á fyrstu klukkutímunum eftir hamfarir þar sem hún hefur sinnt uppsetningu og mati á sálrænum verkefnum fyrir þolendur.
Sigríður hefur unnið við mat á geðaðstoð í sumum af stærri hamförum sem við þekkjum s.s. tsunami í Indonesiu og Thailandi árið 2004, í kjölfar jarðskjálftans á Haiti árið 2010, Ebola faraldursins í Vestur-Afríku árið 2015 og jafnframt starfaði hún sem samhæfingaraðili sálræns stuðning í Úkraínu og samliggjandi landa – ásamt starfa að öðrum minni atburðum.
Ásamt því að reka Sálfræðingana ehf. hefur Sigríður kennt við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og við Sjúkraflutningaskólann. Sigríður hefur unnið ötullega að þjálfun viðbragðsaðili í neyðarþjónustu á Íslandi og komið að uppbyggingu félagastuðnings þeirra hópa. Sigríður var starfandi stjórnarformaður Pieta samtakanna frá 2020 – 2024.
Doktorsverkefni Sigríðar fjallaði um áfallastreitu björgunarfólks eftir hamfarir og erfið útköll.
Rannsóknina má nálgast hér.
Einnig hefur Sigríður gert rannsókn fyrir Evrópusambandið á gæðum sálrænna stuðningsverkefna sem sett hafa verið upp eftir hamfarir í Evrópu og þróaði hún meðal annars mælitæki sem nota má til að meta verkefni eða undirbúa viðbragðsaðila fyrir slík verkefni.
Eftir Ebolu faraldurinn mikla í Vestur-Afríku árið 2015, Sierra Leone, Guinea og Líberíu var Sigríður einnig beðin um að gera rannsókn á andlegri heilsu starfsfólks og sjálfboðaliða sem unnið höfðu að því að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Samantekt á rannsókninni má nálgast hér.
Árið 2018 stýrði Sigríður samanburðarrannsókn frá Háskólanum í Reykjavík á líðan lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutninga og björgunarsveitamanna sem enn er verið að vinna úr.
- Juen,B., Öhler,U., Thormar,S. Posttraumatisches wachstum bei einsatzkräften. Psychotraumatologie accepted for publication (2008)
- Thormar,S.B., Gersons, B.P.R., Djakababa, N. , Juen, B., Marschang, A. & Olff, M.(2010). The mental health impact of volunteering in a disaster setting: A review. Journal of nervous and mental disease, 198 (8), 529-538.
- Thormar, S.B., Gersons, B.P.R., Juen, B, Djakababa, N., Karlsson, T. & Olff, M.(2012). Organisational factors and mental health in community volunteers: the role of exposure, preparation, training and tasks assigned and support. Anxiety, stress & Coping: An international Journal, DOI:1 (0.1080/10615806.2012.743021.
- Thormar, S.B., Gersons, B.P.R., Juen, B, Djakababa, N., Karlsson, T. & Olff, M. (2014). The impact of disaster work on community volunteers: A longitudinal study on the role of resource loss, peritraumatic distress and sleep quality on post-traumatic stress symptoms and subjective health after the Yogyakarta earthquake. Journal of Anxiety disorders, 28, 971-977.
- Thormar, S.B., Sijbrandij, E.M., Van der Schoot, A.G., Gersons, B.P.R.,. & Olff, M. (2014). Latent growth mixture model analysis of PTSD symptoms in disaster volunteers. The role of self-efficacy, social acknowledgement and tasks carried out. Journal of Traumatic Stress, 29, 1 – 9.
- Dückers, M. L. A., Thormar, S. B. (2014). Post-disaster psychosocial support and quality improvement: A conceptual framework for understanding and improving the quality of psychosocial support programs. Nursing & Health Sciences (Epub ahead of pring). DOI: 10.1111/nhs.12162
- Thormar, S. B., Olff, M., Duckers, L. A. (2016). Elements of effective psychosocial programming post-disaster: analysis of European data from major events post – 2000. (In press).
- Dückers, M.L.A., Thormar, S.B., Juen, B., Ajdukovic, D., Newlove-Eriksson, L. & Olff, M. (2018). Measuring and modelling the quality of 40 post-disaster mental health and psychosocial support programmes. PLoS ONE 13(2): e0193285.