Við komumst fæst í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum á lífsleiðinni. Oftast komumst við í gegnum erfið tímabil og náum að vinna úr áföllum á eigin spýtur og með hjálp vina og ástvina. Það tekur þó á þegar áföll ber að garði og oft er fólk ekki meðvitað um hverjar eðlilegar afleiðingar áfalla eru á bæði hegðun og líðan. Það getur flækt bataferlið og hægt á því að vita ekki við hverju er að búast og hvort eigin viðbrögð eða viðbrögð ástvina okkar eru eðlileg eða ekki.

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu áföll og viðbrögð einstaklinga við þeim. Rætt verður um álag og eftirköst áfalla, hvernig þau geta haft áhrif á einka- og atvinnulíf og hvernig hægt er að byggja upp þrautseigju og bjargráð.
Rætt er um hvað það er helst sem veldur áfallastreitu og hvað hafa ber í huga þegar einhver nákominn verður fyrir áfalli. Námskeiðið nýtist vel hvort sem verið er að takast á við ný eða gömul áföll og styrkir getu til að aðstoða nákomna sem upplifa áföll.

Námskeiðið er 2 – 6 stundir eftir því hvers konar fræðsluþörf er fyrir hendi.

Teljir þú að námskeiðið henti þínum vinnustað eða ef þú vilt frekari upplýsingar um það skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: