Við upplifum öll áföll í lífinu en þegar áfallið er alvarlegt og bjargráðin okkar þrjóta getum við þróað með okkur áfallastreitu sem getur haft margvísleg áhrif á líf okkar og heilsu. Sumir tjá það að hafa þroskast og styrkst í kjölfar áfalla eða upplifað áfallaþroska. Eru leiðir til að vinna gegn áfallastreitu og byggja upp þrautseigju og áfallaþroska?
Á námskeiðinu er farið yfir
- Eðli atvika og áfallaviðbrögð
- Hvað er áfallastreita og hvernig birtist hún og hvað getum við gert til að vinna á móti henni
- Hvenær verður áfallaþroski og hvers vegna
- Hvað er þrautseigja og hvernig byggjum við hana upp
Ávinningur þinn
- Innsýn í eðli áfalla og úrvinnslu einstaklinga – hugsanlega þína eigin.
- Vitneskja um hvað hjálpar þér (og öðrum) og styður við þig þegar þú upplifir mótlæti og krefjandi aðstæður.
- Gefandi og innihaldsríkar umræður
Ummæli þátttakanda af fyrra námskeiði
“Ég varð fyrir áfalli á unga aldri þegar ég var lögð inn á Barnaspítala Hringsins og skilin þar eftir við krefjandi aðstæður. Þá voru börn ein því foreldrar máttu ekki heimsækja börnin sín. Ég hef síðan leitað ýmissa leiða til að leysa úr þeim sálarflækjunum sem hlutust af áfallinu. Sigríður hefur reynst mér vel í þeirri vinnu og á námskeiðinu fékk ég góðan skilning á þeim langvarandi sársauka sem getur orðið við áföll í æsku. Sigríður er manna fróðust um áfallastreitu og ekki síst áfallaþroska og býr yfir mikilli þekkingu, visku og reynslu. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja taka ábyrgð á hamingju sinni.”
-Ásdís Olsen, núvitundarkennari og doktorsnemi”
„Takk kærlega fyrir mig, þetta var fræðandi og skemmtilegt námskeið og kemur til að með nýtast mér heilmikið, hef ekki áður skoðað hugtök eins og “áfallaþroska” eða “þrautseigju” tengda áföllum og finnst það mjög áhugavert. Mæli svo sannarlega með þessu námskeiði.“
„Virkilega áhugaverður fyrirlestur og gagnlegar umræður. Námskeiðið nýttist mér bæði í starfi mínu og í einkalífi. Erindi sem á við alla þar sem mikilvægt er að þekkja einkenni áfallastreitu og leiðir til að vinna með það. Hvort sem það er hjá manni sjálfum, sem aðstandandi og í starfi/með vinnufélögum (t.d. kulnun í starfi).
Takk fyrir mig.“
-Herdís Skarphéðinsdóttir félagsráðgjafi og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Fyrir hverja er námskeiðið
Fyrir alla sem hafa áhuga á áföllum og eðli þeirra, persónulegri þróun og vilja kanna fjölbreyttar leiðir til vaxtar. Gæti einnig nýst stjórnendum og þeim sem vinna með fólki.
Um fyrirlesarann:
https://salfraedingarnir.is/sigridur/
Verð
22.000 kr. Kostnaðurinn er endurgreiddur af flestum stéttarfélögum.