Helga Dögg Helgadottir
Sálfræðingur
Helga Dögg Helgadottir
Helga Dögg hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2014. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við
Háskóla Íslands árið 2012 og útskrifaðist með mastersgráðu í klínískri sálfræði árið 2014 frá
sama skóla.
Frá útskrift hefur Helga Dögg unnið sem sálfræðingur í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar og
sinnir þeim störfum enn samhliða eigin rekstri. Þar sinnir hún sálfræðimeðferð fullorðinna
við margs konar vanda líkt og almennri vanlíðan, kvíða, streitu, depurð/þunglyndi, áföllum
og afleiðingum þeirra, samskiptavanda og sjálfsmyndarvanda svo dæmi séu tekin. Einnig
hefur hún unnið tvö ár sem sálfræðingur í framhaldsskóla og haldið fjölda fyrirlestra og
námskeiða á báðum stöðum. Helga hefur í störfum sínum öðlast góða reynslu í að vinna
með fjölbreyttan vanda fólks á ýmsum aldri.
Helga Dögg notast við hugræna atferlismeðferð, samkenndarmiðaða nálgun og ACT
(Acceptance and Commitment Therapy) samhliða reglulegum núvitundaræfingum.
Megináherslur ACT eru að ná sátt við sjálfan sig og umhverfi, gangast við erfiðum hugsunum
og tilfinningum auk þess að læra aðferðir til að bregðast við þeim á gagnlegan hátt og í
samræmi við persónuleg gildi. Meðferð er ávallt sniðin að þeim vanda sem unnið er með og
þörfum hvers og eins.
Sendu Helgu skilaboð
Þú getur haft samband beint við Helga í gegnum fyrirspurnarformið. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.