Guðrún Jónsdóttir
Guðrún sinnir fjölskyldum, pörum og einstaklingum. Hún tekur að sér mál tengd vímuefnavanda og tengslavanda. Hún sinnir pararáðgjöf og málum tengdum samskiptaerfiðleikum í fjölskyldum.
Guðrún hefur starfað með börnum og unglingum í fjölda ára og sem ráðgjafi í áraraðir. Hún hefur meðal annars unnið á Stuðlum og á meðferðarstofnunum SÁÁ. Auk þess starfaði Guðrún við ráðgjöf, fræðslu og forvarnir hjá Heimili- og skóla og hjá Frú Ragnheiði skaðaminnkunarúrræði Rauða krossins.
Guðrún er með BA gráðu í sálfræði og diplóma í lýðheilsuvísindum og útskrifaðist sem fjölskyldufræðingur vorið 2024.
Guðrún hefur farið á endurmenntunarnámskeið í Emotionally Focused Therapy, Motivational Interviewing, Hugrænni atferlismeðferð, Díalektískri atferlismeðferð og sáttamiðlun.
Sendu Guðrúnu skilaboð
Þú getur haft samband beint við Guðrúnu í gegnum fyrirspurnarformið. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.