Elísabet Reynisdóttir
Beta Reynis lauk diploma námi í næringarþerapíu frá CET í Danmörku árið 2008 og útskrifaðist með meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2016.
Með innsýn, reynslu og færni vinnur Beta í góðri samvinnu með skjólstæðingi sínum að því að leysa úr ýmsum næringar tengdum vanda.
Beta hefur sérhæft sig í áhrifum streitu og áfalla á líkamlega heilsu og beitir ætíð heildrænni og einstaklingsmiðaðri nálgun þegar valið er það meðferðarform sem hentar best hverjum og einum. Beta leggur áherslu á mikilvægi heilbrigðrar sjálfsástar þegar markmiðið er að hámarka líkamlega og andlega vellíðan og hreysti.
Beta hefur einnig einbeitt sér að vellíðan fólks á vinnustöðum því sýnt hefur verið fram á að sé hlúð að starfsfólki og lífstíl, fækkar veikindadögum marktækt og starfsánægja eykst.
Beta hefur skrifað fjölmargar greinar í dagblöð og á doktor.is, veitt ráðgjöf og gefið álit í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hún flutt fjölda fyrirlestra fyrir einstaklinga, vinnustaði og félagasamtök.
Jafnframt skrifaði Beta bókina “Þú ræður – náðu stjórn með 4 vikna matarprógrammi” í ársbyrjun 2024 sem fjallaf um einfaldar og árangursríkar heildrænar aðferðir sem stilla af blóðsykurinn og leggja grunn að bættri líðan.
Senda skilaboð
Þú getur haft samband beint við Elísabet í gegnum fyrirspurnarformið. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.