Sálfræðingarnir

Áföll og áskoranir fyrir viðbragðsaðila

2.5 klst.

Viðbragðsaðilar, sama hvort um er að ræða lögreglu, slökkvilið og sjúkraflutninga, landhelgisgæslu, neyðarverði eða björgunarsveitarfólk, upplifa miklar áskoranir í sínu starfi. Bæði hvað varðar aðkomu að erfiðum vettvangi sem og aðstæður er varða öryggi. Á þessum fyrirlestri fer Wietze Leijten sálfræðingur lögreglunnar í Hollandi og Dr. Sigríður Björk Þormar yfir helstu áskoranir viðbragðsaðila og leiðir til úrvinnslu erfiðra atvika. Birtingarmynd áfallastreitu er kynnt og rædd og leiðir til að vinna gegn henni. Einnig verður farið yfir almenn streitu einkenni – bæði andleg og líkamleg og varnarmerki kulnunar.

Wietze Leijten hefur unnið í fjölda ára fyrir lögregluna í Hollandi og starfar þar sem yfirsálfræðingur og hefur umsjón með velferð lögreglumanna. Leijten hefur þróað gæðastaðla fyrir stuðning og uppbyggingu andlegrar heilsu lögreglumanna og hefur leitt stór verkefni fyrir ríkisstjórn Hollands. Einnig hefur hann unnið með ríkisstjórn Hollands í ráðgjöf vegna þeirra eigin innri öryggismála svo sem hvað varðar hótanir við ráðamenn. Hann hefur haldið fjölda námskeiða í félagastuðningi fyrir viðbragðsaðila sem og námskeið um ýmiskonar sálmeinafræði. Hann hefur einnig bakgrunn í flugöryggi og hefur meðal annars sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir hollenska flugfélagið KLM.

Dr. Sigríður Björk Þormar er eigandi og framkvæmdastjóri Sálfræðinganna ehf. Meira um Sigríði má finna hér: https://salfraedingarnir.is/sigridur/

Verð á fyrirlestrinum er 12.000 kr. og má sækja um endurgreiðslu hjá flestum stéttarfélögum. Skráning er nauðsynleg vegna takmarkaðs sætafjölda. Að skráningu lokinni er sendur reikningur í heimabanka og greiðsla á honum tryggir þátttöku á fyrirlestrinum.

Staðsetning er Engjateigur 9, 105 Reykjavík – kjallari. Fyrirlesturinn er á ensku og íslensku.

ATH! Nauðsynlegt er að greiða og að þátttakandinn sjái sjálfur um endurgreiðslu frá sínum vinnustað eða stéttarfélagi.

Deila

Facebook
X
LinkedIn

Skrá mig

22.03.25 frá 10:30 – 13:00
Scroll to Top