Teymi á vinnustað er eins og hin fjölskyldan okkar. Hvernig okkur líður í samvinnunni hefur áhrif á afköst okkar í vinnu, samskipti við hina í teyminu og fólkið okkar heima. Starfsmaður sem eyðir 6 – 10 vinnustundum á dag á vinnustað sem honum líður vel á – kemur líka glaðari heim. Rannsóknir hafa sýnt að líði starfsfólki vel í vinnu þá eykst framleiðni á vinnustaðnum, veikindadögum fækkar og samskiptavandamálum fækkar einnig.
Framkvæmdastjóri sem vill setja saman árangursríkt teymi til að vinna að nýju spennandi verkefni en einungis örfáir í teyminu hafa unnið saman áður. Mikil áhersla er á nákvæm vinnubrögð og árangur. Fyrstu viðbrögð teymis eru að einblína á afurðina sem koma þarf út og skipta hlutverkum byggt á þekkingu hvers og eins.
Án þess að skoða teymið og dýnamík þess skapast ákveðin áhætta. Til að auka árangur enn frekar er gott að taka til greina hvaða þættir það er sem hvetja einstaklinga áfram, virkjar þá sem best og hvernig ólíkir eiginleikar geta myndað sterkari heild sé þeim raðað rétt saman.
Með réttri samsetningu styrkleika starfsmanna verður sterkara teymi, hver starfsmaður er sjálfsöruggari, glaðari, traustið í hópnum eykst og skapandi hugsun er virkjuð betur.
Þetta eru eiginleikar sem vel samstillt og þjálfuð teymi búa yfir og hefur rannsókn á starfsfólki NASA meðal annars sýnt að samstíga þjálfað þreytt teymi skilar betri árangri, á betri samvinnu og gerir færri villur en óþreytt nýtt teymi sem ekki hefur flogið saman.
Á námskeiðinu er farið yfir:
- Sálfræði teymisvinnu: Hvernig skapar maður árangursríkt teymi?
- 7 venjur teyma sem ná árangri
- Raunveruleg dæmi um árangursrík teymi skoðuð og krufin
- 10 algengar hindranir í því að ná árangri sem teymi
- 10 eiginleikar og verkfæri til að byggja upp árangursrík teymi
- Skemmtilega æfingar sem styrkja teymið teknar og æfðar
Verð á námskeiði er: 240.000 kr. Hámarksfjöldi starfsmanna á einu námskeiði er 20.
Þetta námskeið er eingöngu fyrir vinnustaði.