Er hægt að læra sjálfstjórn?

Sjálfstjórn er persónueiginleiki sem venjulega er talinn eftirsóknaverður. Sá sem býr yfir góðri sjálfstjórn getur staldrað við og hamlað viðbrögðum – sem leiðir til betri niðurstöðu. Einstaklingur með góða sjálfstjórn hefur góða nærveru, bregst á viðeigandi hátt við vanda og óþægindum og hefur góða tilfinningastjórn.
Skortur á sjálfstjórn getur skert lífsgæði einstaklingsins og haft áhrif á sjálfsmyndina til hins verra. Skortur á sjálfstjórn getur valdið sambandsvanda, vanda í samskiptum við fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga. Skortur á sjálfstjórn getur líka haft slæm áhrif á heilsuna, s.s. blóðþrýsing, svefn, meltingu og hjartastarfsemi.
Góðu fréttirnar eru að allir geta lært sjálfstjórn; líka fólk sem telur það ekki eiga við um sig, svo sem einstaklingar með ADHD eða persónuleikaraskanir. Rannsóknir hafa sýnt gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við þessum vanda.
Í meðferðinni:

  • færðu fræðslu um áhrif heilastarfsemi á sjálfstjórn (að hamla viðbragði)
  • lærir þú hvernig takast má við óþægindi/óþægilegar uppákomur (lausnamiðuð nálgun)
  • lærir þú ábyrgð; hver er þín ábyrgð, hver er ábyrgð annarra, hvenær má deila ábyrgð
  • lærir þú að forðast neikvæðni og neikvæðar kringumstæður (t.d. með slökun og endurmati)
  • lærir þú nýja aðferð við að takast á við erfiðar aðstæður (t.d. hugsanir og ákvarðanataka)
  • lærir þú að þekkja vísbendingar um það sem kemur þér úr jafnvægi (red flags)

Sjálfstjórn er ekki bara fyrir suma – sjálfstjórn er eitthvað sem allir geta tileinkað sér.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: