Einstaklingsviðtal

Sumir sem leita sálfræðings koma vegna afmarkaðs vanda s.s. samskiptavanda á vinnustað. Aðrir koma að leita sér meðferðar við vanda sem hrjáir þá í daglegu lífi, eins og kvíða eða þunglyndi. Áður en meðferð hefst er mikilvægt að kortleggja vandann vel og til þess þarf góða sögu. Sagan leggur grunninn að meðferðarvinnunni. Það fer síðan eftir eðli vandans hversu löng meðferðin getur orðið. Einstaklingsviðtal tekur að jafnaði um 50 mínútur.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er það meðferðarform sem oftast er beitt á kvíða og þunglyndi hjá okkur. HAM er oftast skammvinn meðferð þar sem unnið er markvisst að úrlausn vanda. Fjölmargar rannsóknir hafa rennt stoðum undir árangur meðferðarinnar og er mælt með henni sem fyrsta inngripi við kvíðarösknum áður en lyfjameðferð er reynd. Í meðferðinni skoða sálfræðingurinn og skjólstæðingur hans samhengið á milli hugsana, tilfinninga og hegðunar. Oft er um að ræða neikvæðar hugsanir sem eiga rætur að rekja til einhvers grunnviðhorfs sem fólk hefur um hluti, aðstæður og/eða fólk. Grunnviðhorfið er þó oft alls ekki staðreynd í raunveruleikanum og saman prófa sálfræðingurinn og skjólstæðingur hans sannleiksgildi viðhorfsins.

Hópviðtal

Stundum kemur það fyrir að vandamál koma upp í hóp eða ákveðinn hópur verður fyrir sömu upplifun. Hvort um sig gæti verið ástæða til að hittast með aðstoð fagaðila og reyna annað hvort að leysa úr ágreiningi eða upplifa stuðning hvort af öðru í viðtalinu ef reynslan er sameiginleg. Í hópviðtali þarf að gæta þess að allir fái tækifæri til þess að tjá sig. Einstaklingar geta upplifað sömu reynsluna á mismunandi hátt og haft þörf til þess að ræða og opna á sína upplifun. Þess vegna eru þessi viðtöl yfirleitt 75 – 100 mínútur í stað 50 mínútna.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: