Hugræn atferlismeðferð (HAM) er sú sálfræðimeðferð sem mestar rannsóknarheimildir liggja að baki í meðferð lyndis- og kvíðaraskana. Birtar hafa verið yfir 300 árangursrannsóknir um beitingu HAM við meðferð geðraskana. HAM gagnast vel við þunglyndi, almennri kvíðaröskun, skelfingarkvíða, áfallastreituröskun, áráttu- og þráhyggju, félagsfælni og sértækri fælni. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er víða orðin fyrsta val við ýmsum vanda.
Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknis er HAM fyrsta meðferð við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Árangur af HAM við meðferð þessara raskana er í flestum tilfellum sambærilegur eða betri en árangur lyfjameðferðar. Lyfjameðferð og HAM fer ágætlega saman í sumum tilvikum eins og þegar skjólstæðingar eru að kljást við mjög alvarlegt þunglyndi. En í öðrum tilvikum bendir ýmislegt til að lyf geti truflað meðferð og mögulega dregið úr virkni HAM til lengri tíma. Þá er hætta á að einstaklingurinn tileinki lyfinu frekar en sjálfum sér árangurinn.

Hugmyndin á bak við HAM er sú að líðan okkar og hegðun ræðst af því hvernig við túlkum ákveðin atvik eða aðstæður. Í grófum dráttum gengur HAM út á það að finna þær hugsanir sem stuðla að vanlíðan, endurmeta þær og breyta þeim og að breyta þeirri hegðun sem viðheldur vandanum.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: