Vel flestum ættleiddum farnast vel í lífinu. Samt sem áður má ætla að veruleikaheimur fullorðinna ættleiddra sé oft á tíðum flókinn og sjálfsmynd þeirra ruglingsleg. Einnig er algengt að fullorðnir ættleiddir hafa tilhneigingu til að glíma við ýmis vandamál eins og einmannaleika, þunglyndi og depurð. Þeir búa gjarnan að lágu sjálfsmati, eiga í erfiðleikum með tengsl og óttast gjarnan höfnun. Sumum og jafnvel samfélaginu einnig, finnst þeir ekki vera alveg „ekta“.
Óunnin sorgartilfinning getur verið sterkur þáttur í lífi þeirra. Sorgin snertir ekki eingöngu þann ættleidda heldur einnig kjörfjölskyldu hans og líffræðilega fjölskyldu. Mikilvægt er að viðurkenna þessar tilfinningar og vinna með þær og hefur fjölskyldumeðferð reynst vel í slíkum málum.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: