Fjölskylduformið hefur tekið miklum breytingum í okkar nútímasamfélagi. Sambúðarformin eru margvísleg og tengsl og skyldleiki milli einstaklinga getur oft verið mjög flókinn. Slíkt getur valdið togstreitu, ágreiningi og samskiptaörðugleikum.

Í fjölskyldumeðferð er litið á fjölskyldueininguna sem kerfi og að líðan eins eða fleiri innan hennar hefur áhrif á öll fjölskyldutengslin.

Ef einstaklingur glímir við ákveðinn vanda er líklegt að hann hafi áhrif á alla innan fjölskylduheildarinnar og fjölskyldan getur því orðið að vissu leiti vanvirk. Samskiptavandi, valdabarátta, hollustuklemmur og meðvirkni eru dæmi um neikvæða áhrifavalda innan fjölskyldna.

Fjölskyldumeðferð er samtalsmeðferð sem tekur mið af áhrifamætti fjölskyldunnar og hefur velferð hennar ávallt að leiðarljósi. Markmið fjölskyldumeðferðar er að skilgreina og breyta samskiptamynstri sem viðheldur vanda. Í fjölskyldumeðferð er notast við aðferðir og samtalstækni sem hafa verið gagnreyndar og gefið góða raun í málefnum einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Auk þess sem fjölskyldufræðingar taka ávallt mið af fjölskyldunni sem heild taka þeir jafnframt mið af einstaklingnum. Meðferðarvinnan getur því bæði verið á einstaklings-, para- eða fjölskyldugrundvelli.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: