Sigríður hefur sérhæft sig í kvíðameðferð, meðferð áfalla og meðvirkni. Einnig hefur Sigríður lagt sérstaka áherslu á aðstoð við fólk sem upplifir kynhneigðarvanda.

Menntun og störf:

Sigríður hefur lokið doktorsnámi í Áfallasálfræði við Amsterdam Háskóla og Háskólasjúkrahúsið í Amsterdam undir handleiðslu Prof. Dr. Miröndu Olff sem er í dag forseti Alþjóðasambands Áfallarannsókna. Sigríður hefur sérhæft sig í úrvinnslu áfalla og hefur einnig lokið sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við HÍ og Oxford Center for Cognitive Behavioral Therapy. Ásamt þessu hefur hún lokið þjálfun í notkun EMDR við meðferð áfalla.
Hún lauk námi í Hjúkrunarfræði árið 1994 og vann á slysa- og bráðamóttöku landspítalans í 4 ár. Hjúkrunarnámið veitir Sigríði einstaka innsýn inn í sállíkamlegar kvartanir og hugsanlegar orsakir þeirra. Eftir spítalastörfin hóf hún störf sem deildarstjóri skyndihjálpar og sálfrænnar skyndihjálpar hjá Rauða krossi Íslands og vann að stofnun áfallahjálparteymis Rauða kross Íslands.

Sigríður lauk síðan Mastersnámi í heilsu og klínískri sálfræði. Hún starfaði sem umsjónarmaður Mastersnáms í heilsu og klínískri sálfræði í 2 ár og kenndi jafnframt sálfræði við Háskólann í Leiden.

Sigríður hefur unnið að verkefnavinnu fyrir Alþjóða samband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í Genf þar sem hún hefur sinnt mati á sálrænum verkefnum eftir hamfarir. Einnig er hún partur af viðbragðsteymi IFRC sem bregst við á fyrstu klukkutímunum eftir hamfarir og leggur drög að og setur upp verkefni tengd sálrænum stuðningi fyrir þolendur hamfara.

Hún hefur unnið við mat á geðaðstoð í sumum af stærri hamförum sem við þekkjum s.s. Tsunami í Indonesiu og Thailandi 2004, jarðskjálftans á Haiti 2010 og Ebola faraldursins í Vestur-Afríku 2015 ásamt mörgum öðrum minni atburðum.

Rannsóknir:

Doktorsnám Sigríðar gekk út á það að rannsaka áhrif þess að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu eftir hamfarir á andlega heilsu sjálfboðaliða. Doktorsverkefni hennar fjallaði um áfallastreitu björgunarfólks og sjálfboðaliða eftir hamfarir og erfið útköll.

Einnig hefur Sigríður gert rannsókn fyrir Evrópusambandið á gæðum sálrænna stuðningsverkefna sem sett hafa verið upp eftir hamfarir í Evrópu og þróaði hún meðal annars mælitæki sem nota má til að meta verkefni eða undirbúa sig fyrir slík verkefni. Hér má sjá umfjöllun um rannsóknina og mælitækið sjálft.

Eftir Ebolu faraldurinn mikla í Vestur-Afríku árið 2015 var Sigríður einnig beðin um að gera rannsókn á andlegri heilsu starfsfólks og sjálfboðaliða sem unnið höfðu að því að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.

Sendu Sigríði skilaboð

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: