Oft heyrist sagt að ánægður viðskiptavinur segi einum til tveimur, en að óánægður viðskiptavinur segi tíu. Hvað sem til er í þessum tölum er ljóst að viðskiptavild er eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki getur aflað sér og getur markað bilið á milli velmegunar og erfiðleika. Það er “fólkið á gólfinu” sem er andlit fyrirtækisins út á við og því til mikils að vinna að þeir starfsmenn sem eru í samskiptum við viðskiptavini fái góða þjálfun í samskiptum og þjónustufærni.

Hér er farið í gegnum hvernig hægt er að auka líkur á því að viðskiptavinur fari út með bros á vör, hvernig hægt er að minnka líkur á árekstrum milli starfsfólks og viðskiptavina og að lokum hvernig hægt er að hjálpa starfsfólki að brynja sig andlega fyrir krefjandi samskipti.

Teljir þú að námskeiðið henti þínum vinnustað eða ef þú vilt frekari upplýsingar um það skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: