Sjálfstyrkingarnámskeið, sem er í grunninn unnið út frá Sjálfstyrkinganámskeiðinu Fjársjóðsleitin, er unnið út frá aðferðum hugrænnar atferlisfræði. Það hentar einstaklega vel börnum á aldrinum 9-12 ára. Námskeiðið mun hefjast 18. janúar n.k. og verður kennt frá klukkan 16:00 til 18:00 fjóra fimmtudaga í röð. Í síðasta tímanum verða börnin til 19. Námskeiðið verður með sjóræningjaþema. Mikið verður lagt í að efla hópefli innan hópsins og fá krakkana til að styðja hvert annað og standa saman. Og auðvitað hafa það gaman. Krakkarnir safna sér inn sjóræningjapeningum sem þau fá í verðlaun fyrir að vinna verkefnin sín og setja peningana í sjóræningjakistur.

Síðasta daginn verðum við til 19, eins og fyrr segir, því í tímanum áður ætlum við að athuga hvort við höfum í sameiningu náð saman nógu mörgum gullpeniningum í kisturnar til að vinna okkur inn smá partí. Þá kemur námskeiðishaldari með snakk og eitthvað fleira gott. Krakkarnir mega líka endilega koma með eitthvað sjálfir til að deila með krökkunum (þarf alls ekki að vera eitthvað heimagert) og börnin mega að auki koma með dykk að eigin vali. Þetta verður ekki þurrt og leiðinlegt með eintómum fyrirlestrum heldur hresst, skemmtilegt og gagnlegt. Frekari upplýsingar má fá hjá sigrun@salfraedingarnir.is

Viljir þú fræðast meira um námskeiðið skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð og við höfum samband strax við fyrsta tækifæri!

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: