Á þessu námskeiði er blandað saman fræðslu, djúpslökun og hugleiðslu. Hver tími byrjar á 30 mínútna fræðslu frá sálfræðingi. Fræðslan mun byggjast á aðferðafræði hugrænnar atferlismeðferðar. Innihald fræðslunnar verður meðal annars:

  • Fræðsla um kvíða almennt og helstu einkenni kvíðans
  • Aðferðir til að vinna bug á kvíðanum
  • Tengsl milli hugsanna og líðan
  • Að skora á hugsanir á hólm

Í djúpslökun og hugleiðslu gerum við æfingar til að efla innri ró og kyrrð. Hugur og öndun vinna saman, rólegur hugur, róleg og djúp öndun og þar af leiðandi minni streita, aukin einbeiting og betri svefn. Efla getu til að hafa betri stjórn á hugsunum sínum og óvæntum aðstæðum sem fylgja daglegu lífi í þeim tilgangi að takast á við kvíðan með öndun og hugarró.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum varðandi námskeiðið skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð hér að neðan og við svörum við fyrsta tækifæri.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: