Er hraðinn og kröfur í vinnu og einkalífi miklar? Ert þú að eða hefur þú þurft að takast á við áskoranir í vinnu eða einkalífi, jafnvel áföll, sem reynast þér erfið? Langar þig að kynnast áherslum sem geta hjálpað þér að nýta bjargráð þín betur, aukið þrautseigju þína, ýtt undir vöxt þinn, vellíðan og árangur líka þegar á móti blæs?

Upplifuð streita og álag virðist vera að aukast enda er hraðinn og kröfurnar í umhverfi okkar miklar. Þegar við tökumst á við mótlæti og áskoranir í lífinu, jafnvel áföll, getum við fundið fyrir uppgjöf og jafnvel verið óvægin við okkur sjálf. Við getum lært leiðir til að auka þrautseigju og vera þar með betur í stakk búin til að mæta streitu og álagi. Með aukinni þrautseigju verðum við betur undirbúin til að takast á við afleiðingar áfalla og aukum líkurnar á áfallaþroska. Þrautseigjan hjálpar okkur að fullnýta bjargráð okkar og leita leiða út úr mótlæti.

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig við getum betur mætt mótlæti og skoðað hvað gerir það að verkum að sumir virðast þrautseigari en aðrir. Allir getað þróað þrautseigju sína og fundið leiðir sem henta þeim til að auka orku, vellíðan, vöxt og persónubundinn árangur þrátt fyrir mótlæti, streitu og álag. Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvað er þrautseigja og hvernig birtist hún?
  • Af hverju er þrautseigja mikilvæg í mótlæti, streitu, álagi og jafnvel þegar við upplifum áföll?
  • Af hverju þrautseigja eykur líkur á persónulegum árangri
  • Áfallaþroska og hvaða máli hann skiptir í lífi okkar
  • Þrautseigjumat og þátttakendur greina eigin þrautseigju
  • Leiðir eða bjargráð sem auka þrautseigju, t.a.m. nýting styrkleika, túlkun aðstæðna og viðhorfsstjórnun
  • Persónulegar áætlanir um leiðir sem auka orku og vellíðan og ýta undir þrautseigju. Þátttakendur gera slíka áætlun

Fyrir hverja:
Fyrir alla sem hafa áhuga á persónulegri þróun og vilja kanna fjölbreyttar leiðir til vaxtar. Nýtist einnig stjórnendum, hópstjórum og öðrum þeim sem vinna með fólki í hröðu og krefjandi umhverfi.

Kennsla:
Sigríður er með doktorsgráðu í áfallasálfræði, mastersgráðu í heilsu og klínískri sálfræði, BS gráðu í hjúkrunarfræði og sérfræðinám í hugrænni atferlismeðferð. Sigríður sérhæfir sig í kvíða og úrvinnslu áfalla. Hún hefur unnið á slysa –og bráðamóttöku Landspítalans og í fjölmörgum alþjóðlegum sérverkefnum fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann (IFRC) í Genf tengdum hamförum. Sigríður er eigandi sálfræðiþjónustunnar Sálfræðingarnir.

Ylfa er með mastersgráðu í vinnusálfræði og BA próf í uppeldis- og menntunarfræði. Hún er auk þess ACC vottaður markþjálfi frá ICF og með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Ylfa starfar nú sem ráðgjafi hjá Nolta ehf. við mannauðs-og stjórnendaráðgjöf og markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í sinni vinnu leggur Ylfa mikla áherslu á þrautseigju, styrkleika, samkennd, jákvæða stjórnun, vöxt og vellíðan.

Aðrar upplýsingar:
Áður en námskeiðið hefst fá þátttakendur senda slóð á þrautseigjupróf á netinu. Prófið er á ensku.

Viljir þú fræðast meira um námskeiðið skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð og við höfum samband strax við fyrsta tækifæri!

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: