Skammdegið angrar marga

Kristján Helgi Hjartarson, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum, sérhæfir sig í meðferð þunglyndis og kvíðaraskana. Kristján hefur nokkur góð ráð til að vinna gegn einkennum skammdegisþunglyndis og bendir á að það séu meðferðarleiðir í boði fyrir þá sem góðu ráðin duga ekki fyrir.

„Á þessum árstíma er mjög algengt að fólk finni fyrir vægum breytingum í líkamsstarfsemi, hegðun og líðan,“ segir Kristján. „Margir kvarta yfir auknu athafnaleysi, meiri löngun í kolvetnisríka fæðu, þörf fyrir meiri svefn til að hvílast almennilega og fleiru.

Skammdegið angrar marga Read More »