Samskipti eru flókið fyrirbæri og ekki sjálfgefið að þau gangi áfallalaust fyrir sig á lífsleiðinni. Við erum stöðugt í daglegum samskiptum, við fjölskyldu, vinnufélaga og vini. Við gegnum líka mismunandi hlutverkum í þessum samskiptum. Hlutverkum eins og maki, foreldri, systkin, dóttir eða sonur og svo vinur og vinnufélagi.

Öllum þessum hlutverkum fylgja ákveðin samskipti sem geta oft verið krefjandi og erfið. Hegðun, hugsun, atferli og viðbrögð í vissum aðstæðum eru þættir sem við tökum með okkur úr uppeldinu inn í fullorðinsárin. Við erum því með ýmislegt í farteskinu sem getur hugsanlega hamlað okkur í heilbrigðum samskiptum án þess að gera okkur grein fyrir því. Þeir sem við eigum í samskiptum við á lífsleiðinni hafa að öllum líkindum það sama í farteskinu. Einstaklingar koma úr ólíkum aðstæðum og hafa upplifað mismunandi viðmið og veruleikaheim.

Áföll, veikindi, stjórnsemi, valdaójafnvægi, meðvirkni og félagsleg staða okkar eru líkleg til að móta okkur í æsku og hafa áhrif á líf okkar og þeirra, er við erum í samskiptum við á fullorðinsárum. Samskiptavandi getur því haft áhrif á allt líf okkar, hjóna- og parasamband okkar, samband okkar við börnin okkar og fjölskyldu. Einnig á vini og vinnufélaga. Samskiptavandi leiðir til vanlíðunar og einangrunar ef ekki er unnið markvist að greiningu hans og heilbrigðum samskiptum.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: