Það er eðlilegt að upplifa kvíða tengdan námi, t.d. fyrir próf, og kvíði í hæfilegu magni getur jafnvel haft jákvæð áhrif á frammistöðu þar sem hann getur orðið til þess að þú undirbýrð þig betur, og aukið einbeitingu. Ef kvíðinn er orðinn of mikill hefur hann truflandi áhrif á námið. Þú getur átt í erfiðleikum með að muna námsefnið og í prófinu sjálfu getur þú átt erfitt með að sýna það sem þú kannt.

Helstu ástæður fyrir prófkvíða eru lágt sjálfsmat sem leiðir til efasemda um eigin getu, ótti við að mistakast og fyrri saga um fall eða lélega útkomu. Í kjölfar neikvæðra hugsana fylgir oft forðun, við ýtum hlutum á undan okkur því tilhugsunin um að takast á við þá er of yfirþyrmandi. Þetta getur þá leitt til þess að við erum ekki nægilega undirbúin fyrir próf sem eykur þá enn á kvíðann.
Ýmis algeng einkenni prófkvíða eru:

Hugræn: Finnast þú “frjósa” (blank-out), erfiðleikar með einbeitingu, hugsanir á fullu og erfitt að henda reiður á þær, neikvætt sjálfstal og efasemdir um eigin getu, og að bera sig saman við aðra.
Líkamleg: Höfuðverkir, ógleði og/eða niðurgangur, hraður hjartsláttur, sviti, svimi, og/eða munnþurrkur.
Tilfinningaleg: Mikill ótti, hjálparleysi og vonbrigði.

Rannsóknir sýna að Hugræn atferlismeðferð (HAM) reynist vel við prófkvíða. Sálfræðingur getur leitt þig í gegnum og hjálpað þér að takast á við þær hugsanir sem geta verið að koma upp hjá þér og stuðla að prófkvíða. Að sama skapi er mikilvægt að huga að öðrum þáttum eins og námstækni, passa upp á svefninn, næra sig vel og stunda einhvers konar hreyfingu, og gera slökunaræfingar.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: