Ofsakvíði einkennist af endurteknum kvíðaköstum sem virðast koma fram fyrirvaralaust og ná hámarki á nokkrum mínútum. Þegar einstaklingur fær ofsakvíðakast verður viðkomandi mjög óttasleginn og finnur fyrir sterkum líkamlegum einkennum að tilefnislausu. Algeng líkamleg einkenni sem fólk finnur fyrir eru hraður hjartsláttur, sviti, svimi, andnauð og skjálfti. Þegar fólk upplifir þessi einkenni grípur það skiljanlega mikil hræðsla og telur það einkennin vísbendingu um að eitthvað alvarlegt sé að. Í kjölfarið óttast fólk að fá frekari köst og reyna gjarnan að forðast aðstæður eða athafnir þar sem það gæti fengið fleiri köst.

Einn af hverjum tíu fær kvíðakast a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Margir fá kvíðaköst í nokkur skipti og hætta svo alveg að fá þau en hjá sumum er þetta langvarandi vandamál.
Meðan á kvíðakasti stendur geta sum eða öll eftirfarandi einkenna komið fram:

 • Ör hjartsláttur
 • Andþrengsli eða köfnunartilfinning
 • Verkir, þyngsli yfir brjósti eða höfuðverkur
 • Flökurleiki
 • Yfirliðstilfinning, óstöðugleiki eða svimi
 • Doði eða seiðingur, þá sérstaklega í fingrum, tám og vörum
 • Skjálfti
 • Sviti
 • Óraunveruleikatilfinning
 • Ótti við að missa stjórn eða missa vitið
 • Ótti við að deyja
Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: