Meðvirkur einstaklingur upplifir sig oft háðan öðrum einstaklingi þar sem þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af stjórnsemi. Oft eiga þessir einstaklingar erfitt með að koma sér út úr óheilbrigðum samböndum og eiga á hættu erfiðleika með að upplifa náin tengsl eða þiggja ást.

Meðvirkur einstaklingur reynir gjarnan að þóknast öðrum þó svo það sé jafnvel gegn hans eigin vilja. Hann treystir sífellt á skoðanir annarra um það hverjar hans eigin þarfir séu, því hann á oft erfitt með að greina eigin þarfir, en upplifir sig gjarnan sem sérfræðing í þörfum annarra og mikil orka fer í að uppfylla hamingju annarra frekar en að hlúa að sinni eigin hamingju. Hætta er á að einstaklingurinn fari að meta eigin verðleika í því hversu vel til tekst að þóknast öðrum.

Meðvirkir einstaklingar kenna sjálfum sér oft um þegar illa fer, eiga erfitt með að vera einir, segja jafnvel ekki skoðun sína vegna hræðslu um að vera hafnað. Þeir reyna jafnframt að hylma yfir með þeim sem þeir elska. Þeir upplifa gjarnar kvíða eða sektarkennd, án þess að geta tengt það við neitt sérstakt. Eiga erfitt með að tengjast öðrum og njóta stundarinnar. Meðvirkni getur þróast í tengslum við vímuefnaneyslu, fíkn á heimili, veikinda á heimili eða fötlun, geðröskun foreldris/fjölskyldumeðlims eða ofbeldi.

Meðvirkni ein og sér er nægjanleg ástæða til að leita sér aðstoðar, því að meðvirkum einstaklingi líður yfirleitt mjög illa og börn í meðvirkum fjölskyldum eiga oft erfitt. Hins vegar, ef hinn meðvirki lærir að þekkja vandann, leitar sér aðstoðar og byggir upp sjálfstraust sitt, þá er hægt að komast út úr þessum vítahring.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: