Kynhneigð hefur gjarnan verið skilgreind út frá gagnkynhneigð, samkynhneigð eða tvíkynhneigð. Rannsóknir hafa þó sýnt að líklegra sé ekki einungis um þessar þrjár skilgreiningar að ræða heldur virðist sem kynhneigð sé meira “fljótandi” og geti jafnvel sveiflast til hjá sumum. Ef litið er á þetta á skala frá 0-10 þar sem 10 er mjög samkynhneigður einstaklingur og 0 er mjög gagnkynhneigður þá eru alls ekki margir sem skora 0 eða 10 heldur eru flestir einhversstaðar þar á milli. Þessir einstaklingar skilgreina sig mögulega sem gagnkynhneigða en viðurkenna langanir til sama kyns – eða öfugt. Fræðimenn hafa ýmist gengist útfrá flokkunum þremur hér að ofan eða notast við víðtækari skilgreiningu sem líkist meira vídd en flokkum. Þeir síðarnefndu segja skilgreininguna á tvíkynhneigð vera í raun ekkert annað en samnefnari fyrir allt það sem fellur á milli samkynhneigðar og gagnkynhneigðar.
Það eru þó uppi margar skoðanir á því hvað er vísindalega sterkt og má oft gagnrýna hvernig mælingar á kynhneigð fara fram.

Niðurstöður rannsókna sýna að erfðir og umhverfi spila saman þegar kemur að kynhneigð. Það virðist vera sem kynjamunur sé á kynhneigð þar sem karlmenn miða kynhneigð sýna gjarnan meira út frá kynferðislegri örvun en konur út frá tilfinningalegri nánd. Í gegnum árin upplifa einnig sumir að kynhneigð þeirra breytist og geta jafnvel lent í tilfinningalegri kreppu þegar stofnað hefur verið til sambands/hjónabands við aðila af gagnstæðu kyni og samkynheigðar tilfinningar og langanir gera vart við sig – eða öfugt.

Ef þú ert að velta fyrir þér kynhneigð þinni, sem ung eða eldri manneskja, er mikilvægt að hafa í huga að margir þættir spila saman. Það getur hjálpað að ræða þessa hluti opinskátt við sálfræðing eða annan meðferðaraðila sem gæti hjálpað við að setja hlutina í samhengi.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: