Flest okkar hafa áhyggjur af heilsunni á einhverjum tímapukti. Það er í raun í eðli okkar að vera vakandi fyrir hættum, bæði í umhverfinu og innra með okkur. Áhyggjur af heilsunni geta aftur á móti stigmagnast og vaxið þannig að einstaklingurinn á erfitt með að ráða við þær og þær skerða getu hans til að taka þátt í lífinu og njóta því til fulls. Slíkar áhyggjur kallast heilsukvíði.

Algeng einkenni heilsukvíða eru meðal annars:

  • Að vera heltekinn af hugmyndinni um að vera kominn með sjúkdóm
  • Yfirþyrmandi ótti við að þróa með sér sjúkdóm
  • Hlutir í umhverfinu sem minna á sjúkdóma eða eigin heilsu valda miklu tilfinningalegu uppnámi
  • Fólk sýnir endurtekna hegðun sem miðar að því að leita eftir ummerkjum sjúkdóms (t.d. þreifar á líkamanum eða les um sjúkdóma á internetinu)
  • Að forðast að hugsa um heilsuna eða sjúkdóma
  • Einnig er algengt að fólk kvíði og forðist aðstæður sem minna á sjúkdóma (t.d. að forðast spítala, kirkjugarða og eða læknisheimsóknir)

Mikilvægt er að hafa í huga að heilsukvíði er ekki spuring um skert innsæi eða til marks um ranghugmyndir hjá fólki með heilsukvíða. Flestir átta sig á því að þessar hugmyndir eru ekki á rökum byggðar. Engu að síður gengur þeim illa að losa sig við áhyggjurnar og „hvað ef?“ tilfinninguna sem þeim fylgir.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) við heilsukvíða er gagnreynd meðferð sem vinnur með þá þætti sem valda því að áhyggjurnar leiti sífellt og aftur á einstaklinginn. Hún vinnur þannig á viðhaldandi þáttum heilsukvíðans og miðar að því að draga úr áhyggjunum sem liggja honum til grundvallar.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: