Rannsóknir benda til þess að félagsfælni sé með algöngustu kvíðaröskunum. Félagsfælni er mikill ótti, kvíði og óöryggi sem skapast við það að vera innan um fólk. Kvíðavaldurinn er að vera í fjölmenni og þegar athygli fólks beinist að einstaklingnum sjálfum. Sá sem er félagsfælinn er er haldinn gríðarlegum ótta um að niðurlægja sig eða verða sér til skammar. Sá sem er félagsfælinn er er haldinn gríðarlegum ótta um að niðurlægja sig eða verða sér til skammar; hræðist til að mynda að roðna, stama eða segja eitthvað „vitlaust“ og vera í framhaldinu dæmdur af öðrum. Afleiðingar félagsfælni valda því að viðkomandi getur ekki slakað á og notið þess að vera í félagslegu samneyti, því öll hans athygli er á honum sjálfum en ekki samskiptunum. Segja má að sá sem er félagsfælinn “njósni” um sjálfan sig; hvað hann segir, hvernig hann ber sig og viðbrögð annarra við því.

Birtingarmynd félagsfælni er margskonar. Einstaklingur sem haldinn er félagsfælni getur átt í erfiðleikum með ástarsambönd, sem getur leitt til mikillar vanlíðunar. Þá er sá sem haldinn er félagsfælni líklegri en aðrir til þess að eiga fáa vini, meðal annars vegna þess að félagsfælnin hamlar þeim í samskiptum sem og að eiga frumkvæði að samskiptum. Félagsfælni getur valdið lágu sjálfsmati, einmanaleika og depurð. Þá getur félagsfælni valdið erfiðleikum í námi, atvinnuleit og haft neikvæð áhrif á starfsframa. Leiti viðkomandi sér ekki aðstoðar aukast líkurnar á einangrun og þunglyndi. Hugræn atferlismeðferð er gagnreynd aðferð sem hefur sýnt fram á góðan árangur í meðferð við félagsfælni.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: