Við erum félagsverur og þó að það sé misjafnt hvað við höfum mikla þörf fyrir samveru þá eru það fæstir sem geta lifað lífinu án annarra. Það að finnast maður vera einmana þýðir að maður saknar návistar við aðra.
Miklar breytingar í lífinu ýta oft undir einmanaleika, svo sem:

  • Þegar hætt er í vinnu vegna aldurs
  • Atvinnumissir
  • Að verða fyrir einelti
  • Missir maka og annarra nákominna
  • Flutningar þar sem maður þarf að koma undir sig fótunum á nýjum stað
  • Skilnaður
  • Andleg og líkamleg veikindi

Það þarf ekki alltaf ytri aðstæður til að upplifa einmanaleika. Það er hægt að upplifa hann innan um aðra, oft er það af því manni finnst maður ekki eiga samleið með þeim sem maður umgengst.

Það er eins með einmanaleikann eins og aðrar tilfinningar, maður getur notað hann til að átta sig í tilverunni. Þegar maður finnur sterkt fyrir einsemdinni er það ábending um að lífið sé ekki eins og maður vill hafa það og hvatning til að gera eitthvað í því.

Ef vanlíðanin hefur varað lengi og erfitt er að koma auga á lausnir getur verið gott að hafa samband við fagaðila sem hefur skilning og kunnáttu um vandann og getur veitt ráð og stuðning í átt að betri tilveru.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: