Í eðli okkar manneskja er þörfin fyrir að tilheyra. Við erum hópdýr og hér áður fyrr, áður en tækniöldin ruddi sér rúms, þýddi það vissan dauða að vera úthýst frá mannlegu samfélagi, enda manneskjan lítils megnug ein gegn náttúruöflunum. Það er því eitt það sárasta sem manneskja getur lent í, að finnast hún ekki tilheyra eða passa inn í með þeim manneskjum sem hún umgengst í lífi sínu.

Þegar manneskja verður fyrir því að verða endurtekið fyrir kerfisnbundinni hunsun eða áreiti annarra, annað hvort frá einum eða fleiri aðilum, er talað um einelti. Einelti getur verið af mörgum toga. Til dæmis er talað um andlegt, líkamlegt og rafrænt einelti. Allar tegundir eineltis eiga það só sameiginlegt að vera ofbeldi og að eiga aldrei rétt á sér.

Einelti getur átt sér stað á öllum aldri og í öllum stigum samfélagsins, bæði hjá börnum og fullorðnum, í skólum, á vinnustöðum, í vinahópum og jafnvel innan fjölskyldna.

Sálrænar afleiðingar eineltis geta verið djúpstæðar og jafnvel lífshættulegar. Algengt er að þolendur eineltis þjáist af kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati og félagsfælni, svo dæmi séu nefnd. Hlúa þarf að þolendum eineltis og oft þarf að hjálpa þeim að vinna úr þeim afleiðingum sem þeir kljást við. Ekki síður þarf að vinna með gerendunum, sem rannsóknir sýna að eiga oft um sárt að binda líka.

Þegar einelti kemst upp er mikilvægt að unnið sé með málið af nærgætni og alúð. Greina þarf og uppræta þá hegðun sem í eineltinu felst og hjálpa þeim aðilum sem eiga hlut að máli að stíga inn í ný hegðunarmynstur. Vinna þarf með afleiðingar eineltisins, og misjafnt er eftir einstaklingum hvað lagt er áhersla á. Þannig er misjafnt hvaða sálfræðimeðferðum er beitt, en algengt er að unnið sé með afleiðingarnar með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar eða EMDR meðferðar (Eye Movement Desensitisation and Reprocessing Therapy).

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: