Depurð, sorg og vonbrigði eru hluti af eðlilegri líðan mannsins. Oftast ganga þessar tilfinningar yfir. Sé vanlíðanin langvinn, með viðvarandi depurð og vonleysi sem leiðir til skerðingar í lífi einstaklingins – þá er um alvarlegt þunglyndi að ræða. Helstu einkenni þunglyndis eru eftirfarandi:

 • Depurð
 • Vonleysi, tilgangsleysi
 • Skortur á áhuga og ánægjuleysi
 • Framtaksleysi og erfiðleikar með að koma hlutum í framkvæmd
 • Lágt sjálfsmat og óánægja með sjálfan sig
 • Óhófleg sektarkennd
 • Sjálfsásakanir
 • Skert einbeiting, hægari hugsun og erfiðleikar með að taka ákvarðanir
 • Minnisleysi
 • Reiði, pirringur og órói
 • Orkuleysi og þreyta
 • Minni eða aukinn svefn
 • Minni eða aukin matarlyst og þyngdartap eða þyngdaraukning
 • Tíðar Hugsanir um dauðann, lífsleiði, sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir

Þó skal hafa í huga að birtingarmynd þunglyndis getur verið breytileg milli einstaklinga.

Mikilvægt er að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis. Þunglyndi getur staðið yfir í langan tíma og miklar líkur eru að það endurtaki sig sé ekkert gert.

Samtalsmeðferð er áhrífarík meðferð sem miðar að því að draga úr einkennum þunglyndis og vinna úr sektarkennd, óöryggi, áföllum og annarri innri vanlíðan. Þannig er stuðlað að því einstaklingurinn nái fyrri getu og virkni á sama tíma og dregið er úr áhættu á endurteknu þunglyndi

Ég átti svartan hund, nafn hans var þunglyndi

Hér fyrir neðan má finna áhugavert fræðslumyndband sem byggt er á bók Matthew Johnstone og var unnið í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (e. World Health Organization ).

 • Matthew Johnstone gekk sjálfur í gegnum þunglyndi
 • Í dag er Matthew vinsæll fyrirlesari um allan heim
 • Bókin er til í íslenskri þýðingu og heitir Ég átti svartann hund, nafn hans var þunglyndi
 • Hægt er að kaupa bókin á skrifstofu Geðhjálpar,Borgartúni 30.
Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: