Almenn kvíðaröskun einkennist af miklum og þrálátum áhyggjum um margs konar hluti. Fólk með almenna kvíðaröskun á gjarnan von á hörmungum og er með miklar áhyggjur, svo sem af peningum, heilsu, fjölskyldu sinni, vinnunni eða öðru. Einstaklingar með almenna kvíðaröskun eiga í miklum vandræðum með að stjórna kvíða sínum. Þeir geta einnig haft meiri áhyggjur en eðlilegt gæti talist um raunveruleg atvik eða geta búist við því versta þegar ekki er ástæða til.
Í sumum tilfellum er tilhugsunin um það eitt að komast í gegnum daginn nóg til að vekja kvíða. Einstaklingar með almenna kvíðaröskun geta gert sér grein fyrir því að þeir séu með óraunhæfan kvíða, en geta engu að síður ekki náð að stjórna honum. Fólk með röskunina reynir því gjarnan að ákveða fyrirfram eða stjórna aðstæðum. Almenn kvíðaröskun er greind þegar einstaklingur á í erfiðleikum með að stjórna kvíða sínum flesta daga, í meira en hálft ár.

Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: