Sálfræðingarnir

Áfallastreita

Áfallastreita

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem orðið vitni að vofeiflegum atburði, lent í líkamsárás eða nauðgun, valdið slysi og fleira.

Viðkomandi getur þá fyllst hjálparleysi, ótta eða hryllingstilfinningu.

Hitalaus, en með áfallastreituröskun

Við könnumst öll við það að fara ekki skóla, vinnu eða á atburði þegar við erum með hita. Sum veikindi bera þó ekki svona auðmælanleg einkenni. Alvarlegir atburðir eða upplifanir geta til dæmis gert okkur veik. Það er eðlilegt að alvarlegir atburðir hreyfi við okkur og það taki einhvern tíma að jafna sig. Sterk tilfinningaviðbrögð koma gjarnan eftir alvarlega atburði en þau einkenni eiga smám saman að minnka. Þótt flestir jafni sig fljótt eftir alvarlega atburði, er alltaf einhver hópur fólks, mismunandi eftir atburðum, sem þróar með sér áfallastreitueinkenni eða röskun.

Scroll to Top