Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem orðið vitni að vofeiflegum atburði, lent í líkamsárás eða nauðgun, valdið slysi og fleira. Viðkomandi getur þá fyllst hjálparleysi, ótta eða hryllingstilfinningu.
Einkenni áfallastreitu eru:

  • Að endurupplifa hinn skelfilega atburð á einhvern hátt (í vöku eða draumi)
  • Reyna að sneiða hjá aðstæðum og deyfa hjá sjálfum sér allt sem minnir á atvikið (tilfinningalegur dofi og minnisleysi)
  • Vera ,,ofurviðbrigðinn” eða hrökkva í kút af minnsta tilefni
  • Þjást af svefntruflunum, einbeitingarerfiðleikum, reiðiköstum
  • Fá martraðir
  • “Flashbacks” eða tilfinning um að vera aftur staddur í atvikinu og finna jafnvel lykt og heyra hljóð sem tilheyrðu atvikinu.

Áfallastreitueinkennin líða oftast hjá og eru ekki flokkuð sem geðröskun.

Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun (post-traumatic stress disorder, PTSD) flokkast hins vegar sem geðröskun. Áfallastreituröskun er greind þegar einkenni áfallastreitu eru mikil og ná ákveðnu hámarki. Einkennin hafa varað í meira en mánuð og orsakað alvarlegan vanda og vanlíðan í einkalífi og starfi eða daglegu lífi almennt.
Hér fyrir neðan má finna fræðslumyndband um áfallastreitu.

  • Ýmis áföll geta valdið áfallastreituröskun
  • Einkenni þurfa að hafa verið til staðar í a.m.k. einn mánuð til að hægt sé að greina PTSD
  • Hugræn atferlismeðferð og/eða EMDR eru oft hjálpleg við áfallastreitu
  • Allir geta fengið áfallastreitu
Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð til okkar og við munum hafa samband við þig eins fljótt og mögulegt er.

Ekki læsilegt? Breyta texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search