Flest stéttarfélög greiða niður þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Auk þess aðstoðar félagsþjónusta sveitarfélagana við að niðurgreiða kostnaðinn í mörgum tilfellum. Mikilvægt er að kynna sér réttindi sín hjá stéttarfélagi. Algengt er að um sé að ræða helmings niðurgreiðslu á kostnaði fyrir einhvern ákveðinn fjölda viðtala.

Hafðu samband við þitt stéttarfélag og þína hverfisfélagsþjónustu til að fá frekari upplýsingar.