Í okkar nútímasamfélagi eru fjölskyldur margvíslegar en líklega má ætla að stjúpfjölskyldur séu eitt algengasta fjölskylduform nútímans. Vandamál sem upp geta komið í stjúpfjölskyldum eru af ólíkum toga og varða alla sem að henni standa. Fyrrverandi makar, bæði ung og fullorðin stjúpbörn svo og nærfjölskyldur eru oft miklir áhrifavaldar.
Í samsettum fjölskyldum eru hlutverk oft óljós og togstreita, ágreiningur og hollustuklemmur myndast í samskiptum. Í fjölskyldumeðferð er tekið mið af fjölskyldunni sem heild og unnið með hagsmuni allra fjölskyldumeðlima að leiðarljósi.