Þrátt fyrir að einstaklingum sem hafa eignast varanlegt fóstur hjá fósturfjölskyldum farnist að öllu jöfnu vel í lífinu má ætla að málefni þeirra og fjölskyldna þeirra séu flókin og hafa átt sér langa og viðkvæma forsögu sem oft á tíðum er hulin sorg, höfnun og skömm. Hollustuklemmur gagnvart uppruna- og fósturfjölskyldum eru algengar og geta jafnvel hamlað því að fjölskyldur nái að blómstra á lífsskeiðinu. Mikilvægt er að viðurkenna þessar tilfinningar og vinna með þær og hefur fjölskyldumeðferð reynst vel í slíkum málum..