Greiningar á athyglisbrest og ofvirkni (ADHD)

Hjá sálfræðingunum Lynghálsi er hægt að fá greiningu á athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) fyrir börn og fullorðna. Sálfræðingur leggur fyrir greiningarviðal og skoðar vel þroskasögu og skólagöngu óháð aldri þess sem er í greiningarferlinu. Endanleg greining fer svo fram í samstarfi við lækni, barnalækni eða geðlækni.
Í fyrsta tímanum eða þegar vísað er á sálfræðing sem sinnir greiningunni er gerð skimun en greining er ekki gerð nema einkennin virðast hamlandi. Nánari greining leiðir svo í ljós hvort um sé að ræða röskun sem samræmast greiningarskilmerkjum ADHD.
Erfitt er að segja til um þann tíma sem greiningin tekur þar sem það er einstaklingsbundið. Í greiningum á börnum þarf alltaf að leggja fyrir greindarpróf. Við mat á fullorðnum er lagt mat á þá þörf í hverju tilfelli. Mismikil vinna fer í að skoða hvort aðrar orsakir (t.d. þunglyndi eða áfallasaga) geti skýrt þau einkenni sem um ræðir. Í greiningu hjá fullorðnum er mikilvægt að hafa góða upplýsingagjafa sem geta lýst hegðun á aldrinum 5-12 ára, t.d. foreldra, systkini eða gamla kennara viðkomandi. Einkennin þurfa að hamla í fleiri en tveimur aðstæðum í lífinu (t.d. er ekki nóg að einkennin hamli einungis í vinnu).

Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD)

Athyglisbrestur og ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) stafar af röskun í taugaþroska. Einkennin geta hafa truflandi áhrif á daglegt líf t.d. nám, samskipti og líðan. Til að greinast með röskunina þurfa einkenni að hafa komið fram fyrir 12 ára aldur. ADHD er skipt í tvo undirflokka, athyglisbrest með ofvirkni og athyglisbrest án ofvirkni. Einstaklingar með ofvirkni og athyglisbrest eru með einkenni í báðum einkennaflokkum (ofvirkni/hvatvísi og athyglisbrestur).

Helstu einkenni athyglisbrest án ofvirkni:

 • Slök einbeiting, sérstaklega við verkefni sem eru krefjandi eða leiðinleg
 • Truflast auðveldlega af ýmsum ytri áreitum og eiga erfitt með að ná aftur góðri einbeitingu
 • Eiga erfitt með að hefja verkefni
 • Forðast að gera verkefni og gera því oft verkefni á síðustu stundu
 • Eiga erfitt með að halda reiðum á hlutunum sínum, týna hlutum eða vita ekki hvar hlutirnir eru
 • Gera kæruleysisleg mistök t.d. í skólaverkefni vegna þess að viðkomandi náði ekki fyrirmælum
 • Eiga erfitt með að fylgja fyrirmælum
 • Erfiðleikar með að skipuleggja sig og áætla fram í tímann
 • Vera gleyminn í daglegu lífi

Helstu einkenni ofvirkni/hvatvísi:

 • Helstu einkenni ofvirkni/hvatvísi:
 • Mikil hreyfióreið
 • Vera sífellt á iði t.d. að leika með smáhlut í höndunum eða fótleggir sífellt á hreyfingu
 • Erfiðleikar með vera í sæti í þann tíma sem ætlast er til
 • Mikið eirðarleysi
 • Ókyrrð
 • Að hlaupa um og príla óhóflega mikið
 • Vera mjög hávær, eiga t.d. erfitt með að leika sér hljóðlega
 • Vera sífellt á ferðinni og eiga erfitt með að slaka á
 • Að tala mjög mikið
 • Eiga erfitt með að róa sig niður
 • Að gera eða segja hluti án þess að hugsa út í afleiðingarnar
 • Að hefja verkefni án viðeigandi undirbúnings
 • Að grípa frammí t.d. með því að svara spurningum sem er beint að öðrum
 • Að eiga erfitt með að bíða t.d í röð