Tómas Kristjánsson, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Tómas er að sérhæfa sig í meðferð kvíðaraskanna og þunglyndis með sérstakri áherslu á sjálfsvígshugsanir og svefnraskanir. Tómas vinnur að doktorsgráðu í sálfræði við Háskóla Íslands og kemur að kennslu við sálfræðideild skólans. Tómas beitir einkum hugrænni atferlismeðferð en beitir einnig chronotherapy við svefnröskunum þar sem við á.

Tómas leggur áherslu á að útskýra og framkvæma meðferð á mannamáli, byggja upp sterk tengsl við skjólstæðinga og vekja upp von innra með þeim.

Menntun og störf:

Tómas útskrifaðist með Cand.psych. gráðu frá Háskóla Íslands þar sem hann var í starfsþjálfun á Teigi, dagdeild fíknigeðdeildar þar sem hann sinnti einstaklingsmeðferð ásamt því að taka þátt í hópmeðferð.

Tómas hefur starfað sem ráðgjafi á réttar- og öryggisgeðdeildinni á Kleppi ásamt því að starfa sem sálfræðingur á göngudeild geðsviðs Landspítalans þar sem hann sinnti einstaklingsviðtölum, hópmeðferð og greiningum.7

Þá vann Tómas tímabundið með ráðgjöf Geðhjálpar þar sem hann vann með aðstandendum og skjólstæðingum. Tómas hefur búið um víðan heim og sinnt námi og störfum meðal annars í Dóminíska Lýðveldinu, Indónesíu og Ástralíu.

Sendu Tómasi skilaboð