Soffía Dóra Sigurðardóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi

Soffía sinnir meðferð kvíða og meðvirkni bæði barna og fullorðinna. Einnig ráðgjöf fyrir aðstandendur hvort sem það eru börn eða foreldrar.

Menntun og störf:

Soffía stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði BSc í sálfræði árið 2014 og MSc í klínískri sálfræði árið 2017. Hún hefur einnig unnið með Hugarafli og Lausninni. Starfsnám hennar snéri að enduhæfingu fullorðinna og kvíða barna og ungmenna. Soffía hefur tekið þátt í hópnámskeiðum sem komu inn á félagskvíða, þunglyndi, og tilfinningastjórn ungmenna. Hún hefur til viðbótar við nám sitt setið námskeið í núvitund og endurupplifun minninga.

Rannsóknaverkefni:

Depression, Anxiety and Anger Symptoms Among Children in Different Kinds of Custodies, MSc lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík
Children‘s Adjustment in Different Kinds of Custodies, BSc lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík

Sendu Soffíu skilaboð